Yngvi Borgþórs þjálfar Einherja

19.Febrúar'16 | 19:50

Yngvi Magnús Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Einherja á Vopnafirði. Hinn fertugi Yngvi hefur verið í leikmannahópi ÍBV í áraraðir en hann ætlar að spila með Einherja í 3. deildinni auk þess að þjálfa liðið.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef aldrei þjálfað áður en ég hef verið í þessum ÍBV hóp í tíu ár og verið með marga þjálfara á þessum árum," sagði Yngvi við Fótbolta.net í dag en hann var þá staddur á Vopnafirði að ganga frá samningi.

„Ég er í hörkustandi. Ég hef verið að æfa með ÍBV í vetur og hef verið betri mönnum þar," sagði Yngvi léttur í bragði. Einherji endaði í 4. sæti í 3. deildinni í fyrra en nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins í vetur.

„Eins og staðan er í dag þá erum við fáir en það stendur allt til bóta. Það er verið að vinna í þessu og við verðum klárir þegar mótið byrjar í maí," sagði Yngvi sem spilaði einn leik í Pepsi-deildinni með ÍBV í fyrra en hann fór síðan í KFS á láni í 3. deildina.

Samtals hefur Yngvi skorað 62 mörk í 240 leikjum með ÍBV, KFS og Dalvík á ferli sínum.


Frétt frá Fótbolta.net.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...