Skipstjórarnir fá áheyrn
14.Febrúar'16 | 11:54Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net hafa skipstjórarnir sem sendu innanríkisráðherra bréf í lok árs í fyrra og innihélt ósk um áheyrn hennar - vegna vanda Landeyjahafnar fengið boð um að mæta til fundar í ráðuneytið.
Verður um tímamótafund að ræða - þar sem ekki hefur hingað til tekist hjá skipstjórnarmönnum sem siglt hafa um Landeyjahöfn að fá áheyrn þeirra sem véla um næstu skref í samgöngumálum milli lands og eyja - nema að mjög óformlegu leiti.
Er því óhætt að hrósa Ólöfu Nordal fyrir að vilja skoða allar hliðar málsins áður en ákvörðun um framhaldið er tekin. Þannig aukast líkurnar á að niðurstaða um næstu skref í málinu verði rétt - fremur en pólitísk. Það er jú alltaf gott að ræða við þá sem þekkja staðhætti hvað best - áður en farið er útí milljarða framkvæmdir.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.