Þættir sem hafa áhrif á námsárangur

Hvað má gera betur í menntamálum?

7.Febrúar'16 | 08:38
Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir kynnti lokaverkefni sitt til M.Ed.-prófs fyrir fræðsluráði Vestmannaeyjabæjar nú í vikunni. Auðbjörg fór yfir markmið rannsóknarinnar sem var að skoða hvaða þættir hafa áhrif á námsárangur. 

Samhliða því var athugað með hvaða hætti staðið er að skólamálum í Vestmannaeyjum og hvernig megi gera betur. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru þrjú rýnihópaviðtöl við samtals 18 einstaklinga. Rætt var við nemendur, kennara og foreldra til að fá fram viðhorf og reynslu viðmælenda af ýmsum atriðum er tengjast skólagöngu í Vestmannaeyjum. Auðbjörg fór sérstaklega vel yfir þann hluta sem snýr að GRV. Í lok verkefnisins er farið yfir helstu tillögur til að bæta menntun í Vestmannaeyjum og eru þær:

Gerð verði úttekt, bæði á grunn- og framhaldsskólanum, með reglulegu millibili á árangri til að hafa samanburð svo að hægt sé að meta breytingar á stöðu kerfisins. Setja þarf raunhæf markmið og bregðast við ef viðmið nást ekki.
Leita eftir hugmyndum frá öðrum sveitarfélögum sem hafa náð árangri.
Kynna starfið í skólunum og auka virðingu fyrir því og menntun almennt. Mynda þarf jákvætt andrúmsloft og samstöðu um skólastarfið.
Auka kröfur á skólana og kennara hvað nám og gæði varðar og auka samstarf á milli skólastiga, þá sérstaklega á milli grunn- og framhaldsskóla.
Auka kröfur á nemendur og hjálpa meðal og sterkum nemendum að fullnýta hæfileika sína. 
Auka samstarf við heimilin, styrkja foreldrafélögin og virkja þau í ákvarðanatöku sem lýtur að skólunum og náminu. Gera þarf foreldrum grein fyrir mikilvægi þess að þeir séu jákvæðir gagnvart námi og hvetji börn sín í því að ná árangri í námi.

Fræðsluráð þakkar Auðbjörgu fyrir kynninguna á lokaverkefni sínu, verkefnið er metnaðarfullt og faglega unnið. Efni þess mun vonandi nýtast áfram til að gera góða skóla enn betri. Verkefnið verður kynnt fyrir starfsfólki GRV á næstunni, segir í bókun ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).