Yfirlýsing vegna ummæla framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar

Var aldrei rætt í fagráðum bæjarins

4.Janúar'16 | 11:37
stebbi_georg

Stefán Óskar og Georg Eiður

Í yfirlýsingu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar vegna ráðningar á slökkviliðsstjóra þar sem segir:

„Það var og er mat undirritaðs sem framkvæmdastjóra umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar að þegar slökkviliðsstjóri lét af störfum vegna aldurs þá væri rétt að sameina aftur stöðu slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns.  Slíkt myndi skila hagræðingu og styrkja faglega stöðu beggja hlutverka.  Þannig kynnti ég afstöðu mína fyrir mínum yfirmönnum sem og fulltrúum í fagráðinu.  Á báðum stöðum fékk ég stuðning við þessi áform.“

 

Undirritaðir vilja af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri:

Ráðning slökkviliðsstjóra hefur aldrei verið rædd eða samþykkt af umhverfis og skipulagsráði eða hafnar og framkvæmdaráði. Öðru hefur verið haldið fram í fjölmiðlum. Nauðsynlegt er að starfsmenn Vestmannaeyjabæjar vandi vinnu sína og greini rétt frá.

 

Stefán Jónasson oddviti E- listans og fulltrúi í umhverfis og skipulagsráði.

Georg Eiður Arnarson vara-bæjarfulltrúi E-listans og fulltrúi í hafnar og framkvæmdaráði.

 

Tengd frétt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is