Bresk hjón urðu af risa-lottóvinningi

2.Janúar'16 | 13:58

Á Þorláksmessu hugðust hjónin Edwina og David Nylan frá Leicester kaupa sér lottómiða. Þau notuðu app til þess að kaupa miðann en fengu strax meldingu um að ekki væri næg innistæða fyrir kaupunum. Miðinn kostaði 2 pund.

Edwina segir að þá hafði þau ákveðið að leggja inn á reikninginn til þess að eiga fyrir miðanum. Hún fullyrðir að hún hafi fengið staðfestingu í appinu á því að kaupin hafi tekist. Þegar hún síðan hringdi á skrifstofu Camelot, fyrirtækisins sem heldur utan um breska lottóið, hafi hún hins vegar fengið þau svör að engin gögn væru til um kaupin.

Talsmaður Camelot hefur staðfest að hjónin hafi sannarlega reynt að kaupa miðann. Kaupin hafi aftur á móti ekki farið í gegn því aðeins hafi verið 60 pens inni á reikningnum, en miðinn kostaði 2 pund, eins og áður sagði. Aðeins sé hægt að greiða út vinninga af keyptum miðum. Hjónin sitja því eftir með sárt ennið.

Vinningstölurnar voru 01 - 02 - 04 - 19 - 28 - 41 og var fyrsti vinningur 35 milljón pund eða tæpir 4,6 milljarðar króna.

 

VB.is.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.