Seinheppinn innbrotsþjófur á Selfossi
1.Janúar'16 | 10:00Brotist var inn í verslunina Samkaup-Úrval á Selfossi um kl. 22 í gærkvöldi. Innbrotsþjófurinn braut rúðu og fór inn en var svo óheppinn að í versluninn var maður enn að störfum við ræstingar. Innbrotsþjófurinn forðaði sér en starfsmaðurinn hringdi á lögreglu.
Enn sortnaði í álinn fyrir innbrotsþjófinn þegar hún kom á staðinn, því nýsnævi var yfir öllu og slóð hans auðrakin milli verslunarinnar og heimilis hans.
Til að bæta gráu ofan á svart var hann var hann akkúrat á leið út úr húsi þegar lögregla kom að og gekk því beint í flasið á laganna vörðum. Hinn seinheppni innbrotsþjófur eyddi áramótunum í fangageymslu og dvelur þar væntanlega eitthvað fram á morgundaginn.
Rúv.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.