Mikið leitað en ár­ang­ur­inn lít­ill

5.Desember'15 | 09:29

Heimaey VE-1

„Það er óhætt að segja að það hafi verið barn­ing­ur á síld­inni í allt haust og stund­um mjög dap­urt,“ sagði Ebeneser Guðmunds­son, stýri­maður á Heima­ey VE-1, um há­degi í gær. Auk þeirra höfðu fjög­ur önn­ur skip verið á miðunum djúpt vest­ur af land­inu og verið dreifð á stóru svæði.

Veðrið var þokka­legt og ekki bú­ist við að það versnaði fyrr en í dag, laug­ar­dag, þegar hann sner­ist í norðaustanátt. Þeir á Heima­ey höfðu verið tvo daga á veiðum og voru komn­ir með um 150 tonn.

 

Mbl.is sagði frá.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.