Steinar Magnússon:

„Sorglegt hvað er unnið lítið í að laga höfnina"

4.Nóvember'15 | 19:35

„Mér finnst bara sorglegt hvað er unnið lítið í að laga höfnina, þar sem þetta er frábær staðsetning og stuttur siglingartími. En það virðist ekki vera áhugi á því, eða að þeir eru ráðþrota hvað þeir eigi að gera. Það vantar að verja innsiglinguna betur.“ Segir Steinar Magnússon, fráfarandi skipstjóri Herjólfs í viðtali við N4.

“Þú hefur talað um þetta áður.“ Varpar Sighvatur Jónsson þáttastjórnandi fram - í þættinum Að sunnan, „Já, já.“ svarar Steinar.

Hlusta menn ekkert á þig?

„Greinilega ekki. En þeir hjá Siglingastofnun vita alveg hvað við [skipstjórarnir] höfum verið að tala um. Við erum allir búnir að vera samstíga í þessu hvað við teljum að sé rétt að gera þarna.“

Er ekki ágætt að búa ekki hérna varðandi umræðuna um samgöngur þegar fólk hefur verið hvað pirraðast?

„Jú, það var mikill munur á mér og Gulla, hann fékk aldrei frið. Það var aldrei verið að hringja heim til mín eins og var gert við Gulla.“ 

„Ég hef komist klakklaust og slysalaust í gegnum ferilinn og haft mjög gott fólk í kringum mig. Þetta hefur verið mjög fínn tími, skemmtilegur og líflegur. Svo kannski finn ég eitthvað...ég er búinn að kaupa mér kort í ræktina og ætla að fara að hreyfa mig og svona,“ segir Steinar hlæjandi, en þáttinn má sjá hér að neðan:

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is