Georg Eiður Arnarson skrifar:

Landeyjahöfn, staðan 25.10.2015

25.Október'15 | 13:55

Það er greinilega kominn vetur og einn og einn dagur farinn að detta út í Landeyjahöfn þó tíðin hafi verið þokkaleg í haust. Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði um Landeyjahöfn, en ég ætla að byrja að fara yfir nokkur atriði sem vöktu athygli mína á fundi sem haldinn var í Ráðhúsinu 15. okt. sl. meðal annars með hönnuðum nýrrar ferju.

Það kom mjög skýrt fram í máli þeirra að þeir væru fyrst og fremst að hanna ferju sérstaklega fyrir Landeyjahöfn og ekkert tillit í raun og veru tekið til þess að stundum þurfi að sigla til Þorlákshafnar, þó svo að ferjan gæti að sjálfsögðu líka siglt þangað. Það var líka mjög skýrt í máli hönnuðuna að nýja ferjan ætti alltaf að geta siglt til Landeyjahafnar í amk. 3,5 m ölduhæð, sem væri nú bara óskandi að gæti gengið eftir, en ég skaut því að Sigurði Áss hvort að þetta væri ekki einmitt það sama og sagt var í upphafi með núverandi ferju og Landeyjahöfn, en hann kannaðist nú ekki við það. 

Fullyrðingar Sigurðar Áss um frátafir upp á aðeins 10 daga á ári er annað sem mér finnst að hafi verið sagt áður en vonandi gengur það eftir núna. Ég spurði Sigurð Áss út í útreikningar dönsku sérfræðingana um hversu mikinn sand þyrfti að dæla úr höfninni á árs grundvelli. Kom hann mér þá á óvart með því að segja að hann hefði alltaf haldið að útreikningar þeirra væru rangir. Einnig spurði ég hann út í það, hvers vegna ekki væri útbúinn varnar garður til þess að verja innsiglinguna fyrir öldugangi, en sagðist hann þá vera algjörlega sammála mér í þessu, en vandamálið væri það, að samkv. útreikningum þeirra myndi slíkur varnargarður gera það að verkum að sandurinn myndi safnast það mikið upp að honum, að það yrði jafnvel enn meira vandamála að dæla úr innsiglingunni heldur en núna og sama máli gilti varðandi þær skoðanir margra Eyjamanna um að það yrði að lengja garðana út fyrir rif.

Að allar þessar hugmundir væru fyrst og fremst skammtíma lausnir sem ekki myndu duga til lengri tíma og að leitað hefði verið til sérfræðinga víða í öðrum löndum um varanlega lausn um sandburðinn við Landeyjahöfn, en því miður engar varnlegar lausnir fundist og þess vegna stæði ekki til að gera neitt til þess að leysa vandamál Landeyjahafnar. Ekki góðar fréttir það og ég fékk það svolítið á tilfinninguna, sem ég hef fjallað um áður, að það sé orðin það mikil hræðsla hjá hönnuðum Landeyjahafnar við að leggja til einhverjar tillögur til þess að laga höfnina, að þeir telji það jafnvel betri kost að gera einfaldlega ekki neitt, sem að sjálfsögðu kostar þar af leiðandi ekki neitt. Klárlega þarf að skipta út fólki þarna og fá óháða aðila til þess að taka út höfnina.

Það vakti athygli, tilkynning um það að ákveðið hefði verið að lengja ferjuna um liðlega 4 metra og nú liggur fyrir hvers vegna. Í prufunum í herminum sl. vetur var upplýst að nýja ferjan hefði tekið niður í 3,5 m ölduhæð og þess vegna hefði verið ákveðið að það væri hægt að leysa það vandamál með því að lengja ferjuna, en það kom alveg skýrt fram í máli hönnuðina að þar með væri ferjan komin í mestu lengd sem hún mætti vera í án þess að fjölga frátöfum í Landeyjahöfn og þá breytti það engu hvort hún væri lengd meira eða breikkuð, frátafir myndu alltaf aukast. Það er gert ráð fyrir að kojurnar verði milli 30-36, en svolítið skrýtið að í þeim tölum er gert ráð fyrir að hægt verði að leigja út 4 kojur sem ættu annars að vera hluti af aðstöðu áhafnarinnar umborð og maður hlýtur að spyrja sig, hvort það sé leyfilegt?

Ég spurði um það, hvað myndi gerast ef við fengjum vetur eins og síðasta vetur, þar sem að ekki var hægt að dæla úr Landeyjahöfn meira og minna í 5 mánuði vegna ölduhæðar og höfnin þess vegna fylltist af sandi, sem gerði hana ófæra nánast öllum skipum, en eitthvað var nú lítið um svör við því. Margir Eyjamenn voru spenntir fyrir því að sjá þetta belgíska sanddæluskip koma hingað, og ma. höfðu sumri fullyrt við mig í sumar að þetta dæluskip gæti unnið í jafnvel 3-4 m ölduhæð. Veruleikinn er hins vegar sá, eins og kemur fram í viðtali við skipstjórann á skipinu, að þeir geti ekki unnið í meiri ölduhæð en hin sanddælu skipin, svo því miður en engin lausn sjáanleg um það, hvernig eigi að leysa sandburðinn. 

Niðurstaðan er því þessi:

Það á ekkert að gera fyrir Landeyjahöfn.

Ný ferja mun koma að öllum líkindum vorið 2018, en ég tók eftir því að Elliði óskaði sérstaklega eftir því, enda kosningar þá um vorið. Það kom hins vegar fram hjá hönnuðunum að ferja gæti hugsanlega verið tilbúin haustið 2017 í fyrsta lagi og ég hef svolítið velt því fyrir mér, hvort það væri ekki betra að fá skipið að vetri til og láta þar með reyna á það strax og eiga þá kannski meiri möguleika á að halda núverandi ferju fyrsta veturinn?

Ný ferja mun vonandi geta siglt í 3,5 m ölduhæð til Landeyjahafnar, en þar sem hún er ekki með brim brjót framan á sér og töluvert þverari stefnið heldur en núverandi ferja, þá munu siglingar til Þorlákshafnar í vondum veðurm, verða mjög erfiðar og töluverðar líkur á því að fleiri dagar á siglingum þangað detta út, frekar en með núverandi ferju, auk þess sem að kojurnar verða miklu færri og líka hærra í skipinu, en það kom fram, að nýjar reglugerðir um hönnum farþegaferja banna kojur og farþegarými í sömu hæð og eða fyrir neðan bíladekk. Ég benti á það að það væri kannski sterkur leikur í stöðunni, að útbúa sætin í ferjunni þannig að hægt væri að halla þeim töluvert, en fékk engin skýr svör við það, enda augljóst að slík sæti mundu kosta töluvert meira. Ég spurði líka um ganghraðann og enn og aftur var fullyrt að nýja ferjan væri með sambærilegan ganghraða og Herjólfi er siglt núna, en á kynningunni á síðasta ári var talað um að æskilegur siglingahraði á ferjunni yrði 12-13 mílur, sem í sjálfu sér breytir engu með siglingar til Landeyjahafnar en lengir ferðina til Þorlákshafnar, sem að mínu mati er klárlega afturför. Einnig kom fram hörð gagnrýni okkar Eyjamanna um aðstöðuna í Landeyjahöfn og um það, hvernig hægt væri að bæta hana.

Ég vona það svo sannarlega að þessi ferja verði framför í samgöngumálum okkar Eyjamanna, en ég neita því ekki, eftir reynslu síðustu ára, að ég er fullur efasemda og maður fær það svolítið sterkt á tilfinninguna, að allt of mikið af fólki sem barðist fyrir því, að þessi leið var valin á sínum tíma, sé enn að reyna að réttlæt þá ákvörðun, en ég spurði fulltrúa ríkisins einnar auka spurningar, sem var einhvern veginn þannig:

Afhverju eruð þið að henda öllum þessum peningum í að moka sand allan ársins hring, væri ekki nær að nota þá til þess að leysa vandamálið varanlega með göngum?

Kom hann mér á óvart með því að taka undir þetta mál mitt, en það var nú fljótt þaggað niður af öðrum fundarmönnum.

Tek það fram að þessi skrif eru ekki tæmandi um allt það sem kom fram á fundinum og er fyrst og fremst mitt sjónarmið, byggt á þekkingu og reynslu sjómannsins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).