Samanburður skipa
3.Október'15 | 14:17Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er rætt við áhafnameðlimi dýpkunarskipsins Taccola. Ágætis viðtal um þeirra sýn á dýpkun í og við Landeyjahöfn. Í niðurlagi greinarinnar er fullyrt að dýpkunarskipið sé svipað að stærð og gríska ferjan Achaeos, sem umræða hefur verið um að fá til reynslu í Landeyjahöfn.
Orðrétt segir í niðurlaginu:
„Þess má geta að Taccola er svipuð að stærð og gríska ferjan sem menn höfðu áhuga á að prófa til siglinga í Landeyjahöfn en mun öflugri."
Hér eru svo rammar sem sýna réttar stærðir á þessum skipum:
Heimild: http://www.marinetraffic.com
Þarna kemur glögglega í ljós að dýpkunarskipið er 21 m. á breidd og 96 metrar að lengd, á meðan breiddin á grísku ferjunni er 16 m og lengdin er 88 metrar.
Það munar því 5 metrum á breidd þessara skipa og 8 metrum á lengd þeirra, og því tæplega hægt að segja að þau séu svipuð að stærð - eða hvað?

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.