Knattspyrnudeild ÍBV:

Jóhannes Þór lætur af störfum sem þjálfari

3.Október'15 | 15:53

Jóhannes Þór Harðarson þjálfari ÍBV í knattspyrnu hefur tilkynnt stjórn knattspyrnudeildar ÍBV að hann hafi ekki tök á að koma aftur til starfa hjá ÍBV. Ástæður eru persónulegar frá hendi Jóhannesar og hefur hann verið fjarverandi þess vegna undanfarna mánuði.

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV þakkar Jóa Harðar fyrir góð störf í þágu félagsins og sérstaklega góða viðkynningu frá upphafi samstarfsins. Einnig er fjölskyldu Jóa Harðar óskað velfarnaðar með von um gæfu og gengi um alla framtíð.

Framtíðin mun leiða það í ljós hvort leiðir Jóa Harðar og ÍBV muni liggja saman að nýju.

Frekari fréttir af þjálfaramálum ÍBV verða gefnar þegar tilefni gefst til og stjórn knattspyrnudeildar ÍBV tekur sér nú nokkra daga til að klára þau mál.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.