Nýr Herjólfur stækkar

Til stendur að lengja nýju ferjuna

Verður einungis 2 metrum styttri en núverandi skip.

30.September'15 | 14:17

Eyjar.net hefur heimildir fyrir því að nú sé verið að skoða alvarlega að breyta hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju. Áður hafði verið gefið út að skipið skildi verða 64,68 metrar að lengd og 15,1 metrar að breidd.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net stendur til að lengja ferjuna um 4,12 metra og fer hún þá í 68,8 metra. Ekki er ráðgert að breikka ferjuna samkvæmt sömu heimildum. Til samanburðar má geta þess að núverandi Herjólfur er 70,7 m að lengd og 16 m að breidd. Ekki er á þessari stundu vitað um ástæður breytingana en búið var gefa út að hönnun ferjunnar væri á lokastigi í febrúar sl.

Í þessu samhengi er rétt að rifja upp ummæli Andrésar Þorsteins Sigurðssonar sem sæti á í smíðanefnd nýrrar ferju. Hann sagði í samtali við Eyjar.net í apríl síðastliðnum:

„Það er enginn efi hjá mér um það að til að ná árangri í siglingum til Landeyjahafnar þarf nýtt skip. Ef skoðuð er umferðarspá Vegagerðarinnar þá er miðað við flutninga um Landeyjahöfn. Með mörgum ferðum nást afköst í fólksflutningum. Ef við stækkum skipið fækkar ferðum til Landeyjahafnar og afköstin minnka, einnig mun eftirspurn eftir ferðum detta niður. Það hefur sýnt sig að fólk vill ekki koma til Eyja ef siglt er til Þorlákshafnar, en auðvitað er hægt að hafa áhyggjur af verkefninu því það er erfitt."

 

Nánar verður fjallað um þessa breytingu hér á Eyjar.net á næstu dögum.
 

Þessu tengt:

Skipið kom mjög vel út í siglingahermi

Samanburður - fyrir lengingu.

 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...