Metið fallið
Pysjurnar komnar yfir 2000
30.September'15 | 18:36Þá er það orðið ljóst að árið 2015 er orðið stærsta árið í pysjueftirlitinu. Árið 2012 var komið með 1830 pysjur, sem var met, en nú eru pysjurnar orðnar enn fleiri. Í dag klukkan 14:37 var metið slegið og voru það þeir Georg og Ísak sem komu með pysju númer 1831 í mælingu.
Enn eru að berast fjöldi pysja í vigtun og mælingu í pysjueftirliti Sæheima. Í dag var komið með 287 pysjur og er það með ólíkindum síðasta daginn í september. Drengirnir á myndinni komu samtals með 9 pysjur og var ein þeirra pysja númer 2000 í pysjueftirlinu.
Aldrei áður hafa pysjurnar verið svo margar frá upphafi pysjueftirlitsins, segir í frétt Sæheima.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.