Dagbók lögreglunnar:

Kveikt í kofa

29.September'15 | 18:00

Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglu í liðinni viku vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu. Þrátt fyrir fjölda fólks að skemmta sér um helgina fór skemmtanahaldið ágætlega fram og lítið um útköll á öldurhúsin.

Að morgni sl. sunnudags var lögreglan kölluð að Ásavegi 18 vegna elds í timburkofa í garði sunnan við húsið. Jafnframt var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út. Þegar komið var á staðinn var mikill eldur í kofanum, en greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð ekki teljandi tjón á íbúðarhúsinu. Á vettvangi var maður í annarlegu ástandi sem grunaður er um að hafa kveikt í kofanun. Jafnframt braut hann rúðu í kjallarahurð og fór þar inn. Maðurinn var handtekinn og fékk gistingu í fangageymslu þar til víman rann af honum. Hann neitaði sök og er málið í rannsókn.

Einn ökumaður var stöðvaður í liðinni viku vegna gruns um ölvun við akstur, en hann hefur ítrekað verið staðin að akstri undir áhrifum áfengis og var hann jafnframt réttindalaus við aksturinn.

Þá liggur ein sekt fyrir vegna brota á umferðarlögum en þarna var um svokallað stöðubrot að ræða, eða ólöglega lagningu ökutækis.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.