Forstjóri HSU skrifar:

Veruleg aukning hefur verið í starfsemi HSU í sumar

21.September'15 | 12:17

Á HSU eru vissulega alltaf krefjandi verkefni og veruleg aukning hefur verið í starfseminni hjá okkur nú í sumar. Það er merkjanleg aukning, frá því sem áður hefur verið, í komum sjúklinga á bráðamóttöku á Selfossi og í Vestmanneyjum og á heilsugæslustöðvar á Suðurlandi nú í sumar.

Umtalsverð aukning hefur einnig verið í sjúkraflutningum í umdæminu. Samhliða auknum straumi ferðamanna hafa orðið tíð og alvarleg slys sem hafa reynt á okkar fólk. Þessum vaxandi verkefnum hefur verið sinnt af stakri fagmennsku á öllum vígstöðvum hjá okkur og ber að þakka fyrir það.

Rekstur stofnunarinnar hefur gengið nokkuð vel það sem af er árinu en ljóst er að aukinn kostnaður fylgir vaxandi þjónustu. Við þurfum því að grandskoða allan rekstur á stofnuninni. Eftir fyrstu sjö mánuði ársins er rekstrarhalli HSU um 14 m.kr. eða um 0,7% undir áætlun okkar. Því þurfum við að gæta aðhalds á öllum starfseiningum og legg ég þunga áherslu á að við skilum hallalausum rekstri nú í árslok.

Í síðustu viku var lagt fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016. Góðu fréttirnar fyrir okkur þar eru að ekki eru um niðurskurð að ræða á stofnuninni fyrir næsta ár. Heildarframlagið til okkar er aukið um 11,8% frá fjárlögum 2015 til frumvarpsins nú 2016. Þetta þýðir hækkun er frá 3,6 mi.kr. árið 2015 upp í rúmlega 4,0 mi.kr. í frumvarpinu 2016, og er það fyrir utan sértekjur.  Með sértekjum hljóðar frumvarpið upp á alls tæplega 4,6 mi.kr. árið 2016. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að rekstrargjöld nemi ríflega 4,0 mi.kr. á næsta ári og jafngildir það 34,8 mi.kr. hækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Skýringin á hækkun í fjárheimildum til HSU milli ára er eftirfarandi:

Hækkunin skýrist í fyrsta lagi af 10 mi.kr. framlagi til að efla þjónustu heimahjúkrunar.
Í annan stað er lagt til að hækka framlag til stofnunarinnar um 4,3 mi.kr. til að ráða í hálfa stöðu sálfræðings.
Í þriðja lagi er gerð tillaga um 6,8 mi.kr. hækkun fjárframlags til að efla sérnám í heilsugæsluhjúkrun í samvinnu við Háskólann á Akureyri með ráðningu í eina stöðu hjúkrunarfræðings.
Í fjórða lagi er lögð til 9 mi.kr. millifærsla fjárveitingar af lið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Umsjón með greiðslum launa námslækna í heimilislækningum er færð til viðkomandi stofnana á landsbyggðinni.
Að lokum er gerð tillaga um 4,7 mi.kr. millifærslu af lið Embættis landlæknis til að mæta kostnaði við umsýslu færni- og heilsumatsefndar í heilbrigðisumdæminu.
Launa- og verðlagsbætur nema 391,7 mi.kr.

 

Nánar má kynna sér frumvarp til fjárlaga á vefslóð fjármálaráðuneytisins.

 

 

Ég óska öllum velfarnaðar í komandi vinnuviku.

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri.

 

Pistillinn birtist á vefsíðu HSU, hsu.is.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.