Flugfélagið Ernir:

Fjölga ferðum til Eyja

9.September'15 | 00:14

Flugfélagið Ernir hyggst enn bæta þjónustu sína við Eyjamenn í vetur. 3 - 4 ferðir verða farnar fjóra daga vikunnar. Alls býður Ernir því uppá 18 ferðir á viku í vetur.

Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu og markaðsstjóri segir að síðasta vetur hafi félagið bætt við gríðarlega mörgum aukaferðum. Því hafi verið ákváðið núna að festa inni nokkrar aukaferðir og auka þannig fasta tíðni.

,,Með þessu gerum við líka þeim sem þurfa að komast fram og til baka samdægurs kleift að nýta hluta úr degi í slíka ferð í staðinn fyrir allan daginn. Við munum einnig vera á tánum varðandi það að bæta við enn fleiri ferðum" segir Ásgeir Örn og bætir við ,,Þetta gengur náttúrulega ekki upp nema fólk nýti þennan samgöngu möguleika og því hvetjum við fólk til að kynna sér bætta áætlun sem við teljum til hagsbóta fyrir alla".

 

 

 

 

 

asgeir_ernir

Ásgeir Örn Þorsteinsson

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.