Landsnet fer fram á skýringar

frá HS Veit­um

8.September'15 | 16:14

Landsnet hef­ur farið fram á skýr­ing­ar frá HS Veit­um á stöðu vara­afls í Vest­manna­eyj­um en eins og flest­ir í Eyj­um hafa orðið var­ir við hafa trufl­an­ir á af­hend­ingu raf­magns valdið not­end­um þar tölu­verðum óþæg­ind­um und­an­farið.

Ástæðan er röð bil­ana, fyrst í spenni í Rima­koti 11. ág­úst sl og síðan í vara­spenni þar sl. fimmtu­dag, á meðan á lands­leik Íslend­inga við Hol­lend­inga stóð. Marg­ir í Eyj­um voru því ugg­andi um að svipuð staða gæti komið upp fyr­ir leik­inn á sunnu­dag en þá var búið að skipu­leggja að skipta út vara­spenn­in­um í Rima­koti fyr­ir aðal­spenn­inn, sem búið var að gera við eft­ir að hann bilaði í ág­úst sl.

Til að tengja spenn­inn þurfti að rjúfa orku­af­hend­ingu til Eyja frá flutn­ings­kerfi Landsnets snemma á sunnu­dags­morg­un og á meðan fram­leiddu dísil­vél­ar í Eyj­um vara­afl fyr­ir for­gangs­orku­not­end­ur þar. Ákveðin hætta var tal­in á raf­magnstrufl­un­um í Vest­manna­eyj­um þar sem af­hend­ing vara­afls frá HS Veit­um hafði ekki gengið sem skyldi und­an­farið. Var því búið að biðja íbúa um að fara spar­lega með raf­magnið þar sem reiknað var með því að vinna við teng­ingu spenn­is­ins í Rima­koti gæti staðið al­veg fram á sunnu­dags­kvöld. Annað kom þó á dag­inn því klukk­an 16:36 á sunnu­dag var teng­ingu spenn­is­ins lokið – og af­hend­ing raf­magns til íbúa í Vest­manna­eyj­um, und­ir Eyja­fjöll­um og í Mýr­dal kom­in aft­ur í eðli­legt horf, seg­ir í til­kynn­ingu frá Landsneti um málið.

Í kjöl­far þess­ara at­b­urða hef­ur Landsnet sent bréf til HS Veitna og óskað eft­ir skýr­ing­um á stöðu vara­afls í Vest­manna­eyj­um þar sem um­samið vara­afl sem Landsnet kaup­ir af HS Veit­um hef­ur ekki reynst áreiðan­legt þegar á hef­ur reynt, hvorki varðandi magn eða áreiðan­leika. Landsnet lít­ur slíkt al­var­leg­um aug­um því það trygg­ir ör­yggi og gæði við raf­orku­af­hend­ingu meðal ann­ars með vara­afls­samn­ing­um. Því verður að vera hægt að treysta á að um­samið varafl sé í lagi þegar þarf að grípa til þess.

 

Mbl.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.