32 árs - Óheppileg málvilla

á mörg þúsund verðlaunapeningum

22.Ágúst'15 | 18:12

Svo virðist sem meinleg málfræðivilla hafi ratað framan á verðlaunapeningana sem veittir eru fyrir þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Á verðlaunapeningnum stendur: „REYKJAVÍKURMARAÞON – 32 ÁRS“ en það á að sjálfsögðu að standa „32 ára“.

.Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem heldur utan um hlaupið, segist í viðtali á vef RÚV vona að villan sé ekki á öllum verðlaunapeningunum.

„Ég vona nú eiginlega að þetta hafi bara verið þessi eini peningur, þó mér finnist það mjög ólíklegt. Það er mjög óheppileg villa ef þetta er á öllum peningunum. Þetta er alveg fyndið. En mjög pínlegt líka,” segir Anna Lilja ennfremur.

 

Nánar á vef RÚV

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.