Sterkari tengsl myndast milli skóla og skólaskrifstofu

og hlutverk skólaskrifstofu í þjónustu við skólastigin eflast

21.Ágúst'15 | 10:25

Helga Tryggvadóttir, náms og starfsráðgjafi GRV skrifaði grein sem hefur vakið mikla athygli. Eyjar.net hafði samband við Jón Pétursson, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar vegna málsins.

,,Ef þú ert að vitna í ákvörðun fræðsluráðs frá 13. nóv 2014 sem staðfest hefur verið í bæjarstjórn þá var tekin sú ákvörðun að fækka um 50% stöðu faglærðs ráðgjafa í GRV og staðan flutt af GRV yfir á skólaskrifstofu. Á skólaskrifstofu er starfsmaður sem hefur reynslu og réttindi til að vinna við þessi verkefni. Sá starfsmaður hefur verið of mikið bundin af rekstrarlegum verkefnum og einungis sinnt hlutverki ráðgjafa í 30 – 40% hlutfalli. Nú fer þessi starfsmaður sem er með mikla reynslu og menntaður sérkennari, kennsluráðgjafi, náms- og starfsráðgjafi og starfar sem fræðslufulltrúi í um 90% ráðgjöf í skólanum" segir Jón.

Ennfremur segir hann að á móti bætir skólaskrifstofan við sig 50% starfsmanni sem vinnu með starfsmanna- og rekstrartengd verkefni og önnur verkefni sem skólaskrifstofan hefur. Ráðgjöf til GRV mun því ekki minnka. Ávinningurinn með þessari breytingu að aðgreining verður á hlutverki ráðgjafa skólaskrifstofu og rekstrartengdra þátta sem oft hefur valdið árekstrum.

Sterkari tengsl myndast milli skóla og skólaskrifstofu og hlutverk skólaskrifstofu í þjónustu við skólastigin eflast. Bæði ég og skólastjóri erum bundin ákvörðun sveitarstjórnar, sagði Jón að lokum. Eyjar.net hefur einnig sent spurningar á skólastjóra GRV vegna málsins.

 

Tengdar greinar:

Grein Helgu Tryggva

Bestu skólarnir í Eyjum

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).