Georg Arnarson skrifar:

Fimmtudagurinn 6. ágúst 2015

6.Ágúst'15 | 12:39

Sagði við vinn minn áðan að ég væri á leiðinni í Herjólf á eftir í helgarferð út á land, en fékk þá þessi viðbrögð: En bíddu við, það má veiða lunda um helgina. Margir hafa komið að orði við mig að undanförnu að þeim finnist mikið af lunda í Eyjum, en miðað við mína reynslu sem veiðimaður í yfir 30 ár, þá verður bara að viðurkennast alveg eins og er að það sem fólk kallar mikið af lunda í dag, er ekki nema brot af því sem ég sá á mínum veiði árum. Ég mun því ekki veiða lunda á þessu ári, frekar en þau síðustu, og skora á veiðimenn að ganga gætilega um gleðinnar dyr.

Ég fór reyndar upp á Heimaklett í gær og sá m.a. nokkra lunda að vera að bera síli í holur, sem er nú bara jákvætt og bendir til þess að hugsanlega verði einhverjar pysjur í ár.

Aðeins að Þjóðhátíðinni. Þjóðhátíðin í ár var sú fertugasta í röð hjá mér, en mikil breyting hefur orðið frá því að vera í því að bera fulla poka af glerflöskum heim á fyrstu árum mínum á Þjóðhátíð. Umgjörðin í dag orðin allt önnur og meiri og mín tilfinning er sú að Þjóðhátíðin í ár komist klárlega í topp 5 yfir bestu Þjóðhátíðir sem ég hef verið á. Dagskráin þétt og góð, gæslan og teymi lögreglunnar og öll umgjörðin til fyrirmyndar og svolítið sérstakt að fylgjast með hinni neikvæðu umræðu í garð fréttatilkynningar lögreglustjórans okkar fyrir Þjóðhátíð. Eftir að hafa setjið í brekkunni og fylgst með stöðugum áróðri gegn kynferðisbrotum m.a. á skjánum stóra sviðinu á milli skemmti atriða auk merkimiða á öll tjöld í dalnum með áróðri, að maður tali nú ekki um allt gæsluliðið sem var als staðar sjáanlegt, en kannski má segja sem svo að fréttatilkynning lögreglustjórans hefði kannski mátt vera betur orðuð, eða enn betra kannski alveg sleppt og málið kannski frekar unnið innan rannsakanda hér í Eyjum og fyrirspurnum frá fréttamönnum því einfaldlega svarað með því að einhver mál væru í rannsókn, en að gefin yrði út fréttatilkynning að rannsókn lokinni. Það er rosalega leiðinlegt eins og t.d. fyrir mánuði síðan að taka þátt í frábærri goslokahátíð með frábærum sýningum og atriðum út um allan bæ og sjá síðan að það eina sem birtist hjá fjölmiðlum, var hugsanlega ein tilraun til nauðgunar á goslokahátíð. En þessi mál eru og verða alltaf afskaplega viðkvæm og ég er ekkert viss um að fórnarlömbunum líði nokkuð betur við að sjá þessi mál í öllum fjölmiðlum.

En fyrir mína hönd og fyrir mína fjölskyldu þakka ég Þjóðhátíðarnefnd, ÍBV, gæslu og lögreglu, öllum starfsmönnum, tónlistarmönnum og ekki hvað síst þrif genginu sem sá um að hreinsa dalinn eftir Þjóðhátíð fyrir frábæra Þjóðhátíð.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...