Leoncie lætur Eirík heyra það

18.Júlí'15 | 12:48

„Ég hef aldrei reynt við Leoncie,“ sagði Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann gerði upp deilur á milli hans og tónlistarkonunnar Leoncie sem hefur sagst ætla í meiðyrðamál við tímaritið fyrir að segja frá aldri hennar.

Séð og heyrt sagði frá frá upptökum nýs myndbands Leoncie við lag hennar „Enginn tríkantur hér“. Var minnst á það í fréttinni að íslenski rapparinn Elli Grill hafi verið með í för og sagður 44 ára aldursmunur á milli þeirra, Elli 24 ára en Leoncie 68.

Í yfirlýsingu sem Leoncie birti í kjölfarið á vefnum Menn.is sakaði hann Eirík Jónsson um hatur og öfundsýki í sinn garð. Sagði hún hann hafa reynt við sig fyrir mörgum árum og verið súr vegna þess að hún hafnaði honum.

Í viðtali við Harmageddon í vikunni þvertók Eiríkur fyrir að hafa reynt við Leoncie og sagðist ekkert hafa á móti henni. Í kjölfarið var hringt í söngkonuna sem lét Eirík heyra það og sagði hann lygara og geðveikan.

Hlusta má á þessa atburðarás hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.