Af hverju núna?
17.Júlí'15 | 09:56Síðastliðin ár hefur oft komið upp umræða um bann við bekkjabílum á Þjóðhátíð. Bekkjabílar eru víst á gráu svæði er kemur að lagabókstafnum. En það sem bílar þessir hafa haft með sér í gegnum tíðina er mjög lá slysatíðni. Hvíslað er um bæinn að ekki muni menn eftir slysi tengt bekkjabílunum síðustu ár.
Síðan eru það allar hinar ástæðurnar sem hafa ber í huga. Eins og hefðin, en bekkjabílar hafa fylgt Þjóðhátíð í 85 ár. Börnin bíða eftir því í 300 daga á ári eftir að komast rúnt með bekkjabíl. Nú þurfa þau ekki að bíða lengur. Þessi góða hefð hefur verið aflögð.
Í fréttatilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd og lögreglstjóra kom fram að embætti Lögreglustjóra og Þjóðhátíðarnefnd ákváðu snemma árs að reyna að finna lausn á samgöngum innanbæjar.
Hefði ekki verið nær að tíminn hefði verið nýttur til að þrýsta á kjörna fulltrúa um að ná þessari reglugerð út fyrir sviga?
Og hvað með aðrar hátíðir líkt og Gleðigönguna, þar sem fólk stendur á háum hælum á vörubílapöllum um alla Reykjavík?
Það virðist í lagi!
Spurning er af hverju var þetta blásið af núna? Ekki er það vegna þess að það varð slys. Ekki er það vegna nýrra reglugerða. Hvað breyttist?

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.