Ánægja með íþróttaakademíu GRV og ÍBV

Nemendur akademíunnar til fyrirmyndar

1.Júlí'15 | 12:27

Rúmlega 40% nemenda í tveimur efstu bekkjum GRV voru í íþróttaakademíu ÍBV og GRV síðastliðinn vetur. Alls 50 ungmenni. Fyrir næstkomandi vetur eru hinsvegar skráðir 45 nemendur sem eru um 42% af heildar nemendafjölda í 9. og 10. bekk.

Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fram til kynningar á síðasta fundi fræðsluráðs um íþróttaakademíu GRV og ÍBV.

Kynjahlutfallið sl. vetur í akademíunni var 27 drengir og 23 stúlkur. Í skýrslunni kom einnig fram að samstarf GRV og ÍBV hafi gengið mjög vel og að kennarar finni fyrir auknum metnaði í námi, ástundun og aga. Nemendur akademíunnar hafi skilað góðum námsárangri og séu til fyrirmyndar.

Fræðsluráð þakkar góða skýrslu og þakkar bæði GRV og ÍBV fyrir það góða starf sem unnið er í íþróttaakademíunni, segir að endingu í bókun fræðsluráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).