Glenn ekki með ÍBV í næstu leikjum
30.Júní'15 | 06:35Jonathan Glenn, markahæsti leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, verður ekki með Eyjaliðinu í næstu leikjum því hann er að fara að keppa með landsliði sínu Trínidad og Tóbagó. Þetta kom fram í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.
Jonathan Glenn er kominn í gang eftir rólega byrjun en hann hefur skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum ÍBV í Pepsi-deildinni.
Glenn er í hópi Trínidad og Tóbagó í Gullbikarnum sem er álfukeppni þjóða í Norður- og Mið-Ameríku og fer fram í Bandaríkjunum og Kanada frá 7. til 26. júlí.
Trínidad og Tóbagó er í riðli með Mexíkó, Gvatemala og Kúbu og er fyrsti leikur liðsins á móti Gvatemala 9. júlí næstkomandi. Leikur liðsins eru 9., 12. og 15. júlí. Komist liðið upp úr riðlinum lengist dvöl Glenn vestan hafs.
ÍBV á bikarleik á móti Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins þann 4. júlí og svo deildarleik gegn ÍA 12. júlí. Þá mæta þeir Fjölni 19. júlí en þá gæti Glenn verið kominn til baka.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.