Heilbrigðisstofnun með 90 milljóna yfirdrátt
Heilbrigðisstofnun Suðurlands skuldaði 90 milljónir króna í yfirdrátt um síðustu áramót. Stjórnendur eru meðvitaðir um vandann.
22.Júní'15 | 22:41Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) á Selfossi er sú ríkisstofnun sem skuldaði mest í yfirdrátt í lok ársins 2013 eða um 68 milljónir króna. Á hverju ári síðan 2010 hefur HSU haft neikvæða sjóðstöðu á bankareikningum sínum samkvæmt ríkisreikningi.
Á tímabilinu frá 2007 til 2011 greiddi stofnunin samtals 27,4 milljónir króna í yfirdráttarvexti, eða 5,5 milljónir á ári að jafnaði. Engin ríkisstofnun greiddi meira í yfirdráttarvexti á tímabilinu.
Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands og Vestmannaeyja runnu inn í HSU um síðustu áramót. Yfirdráttarskuld hinnar sameinuðu stofnunar nam yfir 90 milljónum króna í lok árs 2014 miðað við ársreikning stofnunarinnar sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Fjármagnsgjöld stofnunarinnar umfram fjármagnstekjur voru 4,8 milljónir króna á síðasta ári.
Í samtali við Viðskiptablaðið segir Esther Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá HSU, að yfirdráttarskuldin hafi minnkað mikið það sem af er þessu ári. Stjórnendur stofnunarinnar eru meðvitaðir um að yfirdrátturinn er óheimill.
Vb.is greindi frá.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.