Hrefna Óskarsdóttir skrifar:
Lífsgæðahönnun í 10 einföldum skrefum.
19.Júní'15 | 07:19- Þú ert nóg og ert akkúrat eins og þú átt að vera í dag. Aðstæður eru eins og þær eru en þú mátt sko alveg að stefna að því að hafa það betra. En það breytist bara ekki mikið hjá þér þegar þú hjakkar í þeirri þráhyggju að hlutirnir ættu að vera öðruvísi, að þetta hefði ekki átt að fara svona.
- Við erum það sem við erum núna af því að við gerðum það sem við gerðum þá. Vitleysa gærdagsins getur kennt okkur svo ótrúlega margt um hvernig maður getur gert hlutina öðruvísi héðan í frá og hvað hefur ekki verið að virka hingað til. Hafðu í huga að fortíðin hefur gert þig að þeim stórmerkilega einstaklingi sem þú ert í dag (Og hugsaðu líka um það hvernig þú mögulega eigir að læra eitthvað nýtt ef þú gerir ekkert til að læra af?)
- Við erum alltaf að gera eins vel og við getum, með þá vitneskju sem við höfum í dag. Þegar við vitum betur, gerum við betur.
- Gærdagurinn er liðinn og við fáum engu um hann breytt. Alveg sama hversu mikið þú reynir. Ekki hægt! (En þú veist, ef þú skyldir finna aðferð til þess, sendu mér skilaboð. Sem allra fyrst, takk).
- Ef þú hefðir vitað betur, hefðir þú gert betur. Slepptu tökum á því hvernig þú hefðir viljað gera betur. Þú gerðir það ekki af því að þú kunnir það ekki, tileinkaðu þér frekar mottóið hennar Elsu í Frozen. LET. IT. GO!!!
- Einstein sagði að geðveiki sé það að gera sama hlutinn aftur og aftur en vænta samt annarar niðurstöðu. Ekki leggja alla þína orku í að rífast við raunveruleikann (þetta hefði átt að vera öðruvísi) og réttlæta og verja allt sem þú hefur gert hingað til. Láttu fortíðina verða þinn besti kennari. Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa án þess að verja þig eða réttlæta. Þú finnur ótrúlegustu gullmolana í gagnrýni.
- Hver einn og einasti dagur er nýtt tækifæri. Tækifæri til að læra af mistökum gærdagsins, hugsa hlutina upp á ýtt og gera öðruvísi héðan í frá.
- Lífið snýst um að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að komast á áfangastað. Þessi gamla tugga er svooo sönn. Ekki óttast möguleg mistök og vitleysur. Ekki gera ekki neitt! Taktu sénsinn og gerðu frekar mistök heldur en að gera ekkert. Óttinn við mistök festir þig á sama stað, í sömu sporum og aðstæðum. Láttu vaða með því hugarfari að þú lærir allavega eitthvað nýtt á leiðinni. Í versta falli lærir þú hvað þú átt ekki að gera og hvað þú vilt ekki.
- Njóttu dagsins í dag, hann er og verður alltaf það eina sem þú átt og hefur. Í dag hefur þú möguleikann á að breyta og gera betur. Þú getur ekki gert það í gær. Slepptu tökum á því sem var og finndu leiðir og lausnir héðan í frá. Ekki hengja þig í því sem þegar er gert og vangaveltum um af hverju. Finndu leiðir til að gera betur næst.
- Með gleðina og lausnarmiðaða hugsun að leiðarljósi (það er alltaf lausn, ég þarf bara að finna hana) eru þér allir vegir færir. Mundu bara að njóta ferðalagsins.
Höfundur: Hrefna Óskarsdóttir.
Fædd á því gæðaári 1975. Iðjuþjálfi, dáleiðslutæknir og nemi í geðheilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri þessa dagana. Með óendanlegan áhuga á mannlegu eðli, sérstaklega því sem eykur vellíðan, hamingju og lífsgleði og því sem dregur úr hausarusli og tilfinningadrasli. Finnst fátt betra en að lesa, skrifa, hlusta á góða tónlist og eiga góða stund með fjölskyldu og vinum (en ekki endilega í þessari röð).
Vangaveltur mínar og pælingar sem birtast í pistlum mínum eru skrifaðar frá hjartanu og endurspegla á engan hátt mat annarra í samfélaginu, hvar í þrepinu sem þeir standa. Fjölbreytileikinn er styrkur hvers samfélags og að honum ber að hlúa. Megi pistlar mínir veita ykkur gleði, ánægju og gera líf ykkar vonandi aðeins ríkara. Ást, friður og taumlaus gleði á ykkur - þið eruð yndisleg.
Ósambúðarhæfa kynslóðin
6.Apríl'20 | 16:21Bjánagangur í samskiptum
7.Desember'19 | 01:31Frelsið maður, frelsið!
28.Júlí'19 | 14:54Hvað kostar að berja barnið sitt?
21.Október'17 | 11:53Konur sem prumpa
26.Febrúar'17 | 00:58Venjuleg, týpísk meðal-Hrefna
4.Janúar'16 | 07:08Ótrúlega hamingjusöm (og útúrlyfjuð)
26.Október'15 | 07:53Hvers virði eru ömurlegheit?
1.September'15 | 06:21Bessevisserar landsins, athugið!
3.Júní'15 | 08:05Hamingja fæst gefins gegn því að vera sótt...
17.Apríl'15 | 06:48
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.