Söluskúrar á Vigtartorgið

8.Júní'15 | 09:49
soluskurar_vigtartorg_okkarheimaey

Mynd: Okkar Heimaey

Nýir söluskúrar bæjarins voru settir upp á föstudaginn og nýttust vel í mannmergðinni á bryggjunni á laugardaginn. Skúrarnir eru færanlegir og auðvelt er að pakka þeim saman og geyma yfir veturinn.

Þeirra hlutverk er að lífga upp á Vigtartorgið, gefa því aukið hlutverk og loka torginu af í vestri sem bæta mun rýmisupplifun. Það er á allra hendi að fá skúrana leigða og selja í þeim vöru, varning eða aðra þjónustu. En strax á fyrsta degi voru tveir þeirra í notkun og þótti aðstaðan hin fínasta.

Skúrarnir eru keyptir notaðir og hafa reynst vel annars staðar. Þeir eru í góðu standi og mun reglulegt viðhald halda þeim þannig.

 

Okkar Heimaey greindi frá.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...