Fríða Hrönn Halldórsdóttir skrifar:

Nýtt líf- símalíf- facebooklíf

28.Maí'15 | 08:46

Ég hef fengið öðruvísi verkefni í lífinu seinustu mánuði. Misjafnlega skemmtileg... flest þeirra hafa kallað á nýja forgangsröðun og öðruvísi verkefni. Á einum tímapunkti þá hafði ég þurft að nota heilbrigðiskerfið okkar óvenju mikið sem kallaði á það að peningarnir mínir streymdu fyrr út en stóð til. Allt til þess að vinna að því að verða hraustari og heilbrigðari og vinna að því að ná í heilsuna mína.

Fyrr á árinu missti ég vinnuna þar sem starfsstöð minni var lokað og ég nýtti tímann í það að vinna í heilsunni minni. Ég er öll að hressast og koma til, ef einhver af ykkur er að pæla í því. En hvað átti ég nú að gera? Humm... hausinn lagður í bleyti... Ég hef í gegnum tíðina eftir að ég eignaðist snallsíma margoft velt því fyrir mér hvort að ég ætti að hætta á facebook, hvort að ég ætti að fá mér ódýran, venjulegan síma eða bara vera ekki með síma... því alltaf allt í einu var ég komin með símann minn í hönd ef að það voru nokkrar sekúndur af „dauðum“ tíma... þá var ég kominn í símann inn á facebook (það var yfirleitt minn fyrsti viðkomustaður), síðan voru það heimasíður sem ég fór reglulega inná, ég var með ýmis öpp sem mér fannst algjörlega ómissandi... Gat ekki hugsað mér hvernig líf mitt væri án þeirra, síðan allar myndirnar mínar og myndböndin! Ég gat ekki hugsað mér að vera án snallsímans! Nema... kvöld eitt sat ég og ég vissi að ég væri komin í þá stöðu að ef ég ætlaði að halda áfram að standa mína plikt þá þyrfti ég að búa mér til peninga... ég horfi á símann og ég hugsaði með mér... „ég verð að selja hann“.

Með trega og óvissu setti ég hann á sölu... og það liðu aðeins nokkrar mínútur þangað til ég var búin að selja hann... SELDUR- aðeins á örfáum mínútum! Strax á eftir voru nokkrir aðilar sem þekkja mig vel sem söðgu við mig... „Ég held að þú getir þetta aldrei“ (þessir aðilar vita nú samt sennilega líka að svona fer nú oftast öfugt í mig og þegar viðkomandi segir svona þá hugsa ég með mér „djö.... skal ég sýna þeim að ég geti sko vel verið án símans!). Síðan eru liðinn rúmlega einn og hálfur mánuður og það er nú bara þannig að mér fannst þetta pínu erfitt fyrst... öppin mín... tónlistin mín... og svo ótal margt sem mér fannst svo ómissandi í símanum!!!  Í dag eyði ég MARGFALT minni tíma á facebook, skoða tölvupóstinn minn einu sinni til tivisvar á dag (stundum ekki í  marga daga), ég fer í göngu og heyri fuglasöng (ekki með tónlist í eyrunum) og ég er ekki frá því að hamingjustuðulinn minn fari hækkandi við þessa breytingu mína.   

Það sem mér finnst líka einstaklega „skemmtilegt“ en um leið sorglegt er það að nú á þessum „dauðu-stundum“ þá sé ég margt fólk í kringum mig gera nákvæmlega það sama og ég gerði...ég tek eftir því að ég er ekki sú eina sem að hef verið að gera þetta. Þegar ég er í veislum, úti að borða, á kaffihúsi... og það skiptir engu hvort að fólk er einn, tveir eða í hópi... þá velti ég stundum fyrir mér hvort að ég tæki upp tímarit og sæti með það í andlitinu í afmæli og færi bara að lesa... jú ég myndi sjálfsagt gera það ef að ég væri ein... en ekki með einhverjum öðrum t.d. úti að borða eða á kaffihúsi...við matarborðið...  eða í afmæli... Mér finnst ég hafa verið hin argasti dóni og núna í dag þá get ég ekki hugsað mér að fá mér aftur snjallsíma miðað við það frelsi sem ég er að upplifa (það getur vel verið að ég breyti um skoðun einhverntíman). Ég er með minn 5000 króna Nokia síma sem ég get hringt úr og Toshiba tölvu heima og saman kosta síminn minn og tölvan minna en snjallsíminn minn kostaði...

Þetta er magnað... ég varð að deila þessu með ykkur- Njótum hvers annars... og verum á staðnum... ást og ljós á ykkur elsku fólk .

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.