Óboðlegt fyrir Eyjamenn með mökum í tíu manna klefa
27.Maí'15 | 21:29Ómar Ragnarsson var ekki lengi að skella saman stöku er hann las ræðu Ásmundar Friðrikssonar um nýsamþykkt ríkisstjórnar um útboð á nýrri ferju milli lands og Eyja.
Ásmundur sagði m.a:
,,Í nýja skipinu er ekki gert ráð fyrir sérklefum heldur að það verði tíu manna klefar eða almenningar og ég vil bara segja það í léttum tón að ef ríkisstjórnin færi til Eyja þá þyrfti hún að sofa með mökum sínum saman í klefa. Ef hún getur það þá geta auðvitað Eyjamenn það. En í fúlustu alvöru er það auðvitað ekki boðlegt að hafa slíka aðstöðu fyrir Eyjamenn."
Kjarni málsins felst í eftirfarandi stöku að mati Ómars:
Ási bendir á það hér,
að undir mörgum hitni
ef sofið hjá til Eyja er
með átta manns sem vitni

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...