Fréttatilkynning:

Sumaráætlun Herjólfs að bresta á

Athugið - nýir brottfarartímar

13.Maí'15 | 07:49

Næstkomandi föstudag 15. maí tekur tekur sumaráætlun Herjólfs gildi. Í ár eru, eins og áður hefur verið kynnt, nýir brottfarartímar allra ferða nema fyrstu ferðar frá Eyjum að morgni 08:30 og síðustu ferð frá Landeyjahöfn að kveldi 22:00.

Sem fyrr eru í reglulegri áætlun sigldar 34 ferðir í viku, fimm ferðir alla daga nema þriðjudaga þegar sigldar eru fjórar ferðir.

Ný áætlun gefur möguleika á að sigla 6. ferðina án þess að það raski öðrum brottfarartímum dagsins og mun það verða gert eitthvað í sumar, nánar um það síðar.

Breytingin er gerð með vitund Strætó og í samræmi við þessa áætlun þeirra. Við hvetjum farþega Herjólfs til þess að nýta sér frábæra þjónustu Strætó milli RVK og LAN og víðar auðvitað. Sjá nánar.

Án þess að spilla gleðinni mikið þá minnum við á að ef ófært er til Landeyjahafnar og útlit fyrir að svo verði heilan dag mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).