Breyting á vistunartíma leikskóla

13.Maí'15 | 11:39

Á síðasta fundi fræðsluráðs var samþykkt erindi frá stjórnendum leikskóla bæjarins um breytingu á vistunartíma í skólunum frá ágúst 2015. Í erindinu er lagt til að leikskólar í Vestmannaeyjum verði opnir frá 7:30 til 16:15 frá og með 17. ágúst 2015 í stað 07:30-17:00 eins og nú er.

Ástæðan er lítil nýting dvalartímans eftir kl. 16:15. Af þeim 224 börnum, sem eru í leikskólunum skólaárið 2014 til 2015, hafa einungis fjögur börn, vistun til kl. 17:00. Í erindinu kemur einnig fram að með styttri vistunartíma næst hagræðing í rekstri og að það stuðli að fjölskylduvænna samfélagi.

Fræðsluráð þakkar erindið og það frumkvæði sem leikskólastjórar sýna og samþykkir að vistunartími leikskólanna í Vestmannaeyjum verði frá 07:30 til 16:15 frá og með 17 ágúst 2015. Fræðsluráð beinir því til skólaskrifstofu og skólastjórnenda leikskólanna að kynna fyrirhugaða breytingu vel, segir í bókun ráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.