Naut í flagi

27.Apríl'15 | 08:35

Heldur daprast minnisvarðar Kristjáns L. Möller. Fyrrverandi samgönguráðherra er orðinn dýrasti ráðherra sögunnar. Fyrst var það Landeyjahöfn og síðan eru það Vaðlaheiðargöng.

Í hvort tveggja var ráðizt af offorsi og óforsjálni, sem einkennir einbeitta kjördæmapotara. Bara drífa í þessu, hugsaði kratinn eins og hann væri Framsókn. „Árangur áfram, ekkert stopp“ var slagorð Framsóknar, en fleiri hafa reynzt kræfir. Á Landeyjasandi er dælt og dælt og ekkert lagast. Og í Vaðlaheiði verður dælt og dælt og ekkert lagast. Fleiri komu að ruglinu en Kristján einn, en ráðherra dæmist til að vera persónugervingur „nauts í flagi“.

 

Jonas.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.