Fréttatilkynning:
Apríl er alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum
27.Apríl'15 | 08:13Apríl er alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum. Þennan mánuð og alla aðra mánuði ársins hvetur Blátt áfram einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, hæfileika og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Ein af þeim leiðum sem Blátt áfram hefur valið er gerð nýs kennsluefnis, Verndarar barna II, kennsluefni til að hjálpa fullorðnum að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, læra á vísbendingar og styrkjast í að taka þau skref sem þarf til að hjálpa barninu.
Í lok apríl 2015, eða dagana 27.apríl – 3.maí hefst sala samtakanna á ljósinu/lyklakippunni og mun afrakstur þeirrar sölu fara aðallega í verð námsefnisins. Vinnan við gerð nýja kennsluefnisins hófst eftir söfnunina 2014 og lýkur vonandi á þessu ári.
Blátt áfram þakkar fyrir stuðninginn.
Með baráttukveðju
Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólakennari og starfsmaður Blátt áfram

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.