Georg Arnarson skrifar:

Gleðilegt sumar 2015

19.Apríl'15 | 12:55

Lundi

Lundinn settist upp í gærkvöldi 18. apríl, sem er 5 dögum fyrr heldur en í fyrra, en þar með er komið sumar hjá mér. Reyndar hefur verið töluvert af lunda í kring um Eyjar undanfarna daga, en ég hef ekki séð hann setjast upp fyrr en í gær.

Hvort það hafi einhverja þýðingu fyrir sumarið, að lundinn komi aðeins fyrr veit ég ekki, en það er mjög áhugavert að fylgjast með nýjustu spám um veðurfars breytingar á næstu árum og það að sjórinn sé töluvert kaldari sunnan við Eyjar en síðustu ár er vonandi ávísun á það að aðstæður fyrir lundann í Vestmannaeyjum fari nú að batna, en það verður tíminn einfaldlega að leiða í ljós.

Stærsta áhyggjuefnið varðandi lundann, sem og aðra fuglastofna við Eyjar þetta sumar, er sú ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að semja við ríkið um að sett verði af stað svokölluð verndaráætlun fyrir fuglastofna í Vestmannaeyjum, en í því ráði eiga að vera 5 aðilar. Einn frá ríkinu, einn frá Náttúrustofu Íslands, einn frá Náttúrustofu suðurlands, einn frá Vestmannaeyjabæ og einn frá hagsmunaaðilum. Ég reikna með því að Erpur verði þarna fyrir NS og því augljóst að mínu mati, að Eyjamenn verða þarna í minnihluta og að mínu mati, þá mun það ekkert þýða fyrir landeigandann, Vestmannaeyjabæ, sem að sjálfsögðu hefur alltaf loka orðið að segja nei við tillögum meirihlutans í þessu ráði, vegna þess að fjármagnið á bak við þetta ráð kemur frá ríkinu, en mér segir svo hugur að allir þeir fjöl mörgu eyjamenn sem hafa í dag rétt á margs konar nytjum á fuglastofnunum við Eyjar muni nú ekki kyngja því þegjandi ef Erpur á að fara að stjórna því, hvað sé nýtt og hvað ekki. 

En vonandi verður sumarið gott fyrir bæði menn og fugla.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).