Fréttatilkynning:

Fjölbreytt starf Hrafnhildar fyrir ÍBV

kemur að mótun yngri leikmanna auk þess að þjálfa meistaraflokk

15.Apríl'15 | 20:46
P_20150415_002

Karl Haraldsson handsalar samninginn við Hrafnhildi.

Handknattleiksráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Hrafnhildar Skúladóttur sem þjálfara mfl. og unglingaflokks kvenna ÍBV í handknattleik auk þess sem hún kemur að mótun yngri leikmanna í gegnum akademíu ÍBV, FÍV og GRV.

Samningurinn er til tveggja ára og munu Hrafnhildur, fjölskylda flytja á Eyjuna fögru öðruhvoru megin við glæsilega Þjóðhátíð ÍBV í byrjun ágúst.

Hrafnhildi þarf varla að kynna fyrir íþróttaáhugafólki. Hún er fæddur sigurvegari og er fjórfaldur Íslands- og deildarmeistari, þrefaldur bikarmeistari og er leikjahæst allra landsliðskvenna með 170 landsleiki auk þess að vera markhæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 630 mörk.

Hrafnhildur ólst upp í Bakkahverfinu í Breiðholtinu og hóf sinn feril með ÍR í sama hverfi. Hún lék síðar með FH við góðan orðstý áður en hún hóf að raða titlum í bikaraskápa að Hlíðarenda með Val. Hrafnhildur lék um árarraðir sem atvinnumaður í Danmörku og Noregi.

ÍBV býður Hrafnhildi velkomna til starfa og alla fjölskylduna til eyja.

ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).