Ort í sandinn - seinni hluti
Lag: Á Sprengisandi Texti: Þórður þroskaði
1.Apríl'15 | 07:43Nú birtum við seinni hluta af yrkisefninu ,,Ort í sandinn" sem samið er í tilefni af sandburðinum í Landeyjahöfn. Lagið er Á Sprengisandi og textinn er eftir Þórð þroskaða, eins og hann vill láta kalla sig!
Siglum, siglum, siglum beint í sandinn,
sífellt meiri grynningar ég lít.
Sama bullið – áfram vex þó vandinn.
Vegagerðin er í djúpum skít!
Útilegumenn! Við erum strand ::
í Eyjum – komumst naumast upp á land! ::
Þei, þei. Þei, þei. Enn má grautinn þykkja,
það má alltaf finna nýja leið:
Eðalferja, nú í eigu Grikkja,
Onassis víst sigldi henn´ um skeið!
Hve hún ristir grunnt er kannski nóg? ::
Kannski þarf hún ekki nokkurn sjó? ::
Tíðina jú gæti tekið langa,
tilraunin er vel þess virði þó:
Hafnardælur duglega ef ganga
og dæla öllum jarðveg út í sjó:
Þá vísast getum bráðum vaðið í land! ::
Vegagerðin útvegi meiri sand! ::
Veist þú um meistara – sem kannski á heima í Meistaradeildinni?
Sendu okkur þá línu á eyjar@eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.