Georg Eiður Arnarson skrifar:

Veðrið og gæludýrin okkar

9.Mars'15 | 21:54

Veðrið núna í mars hefur versnað heldur betur frá því sem var í febrúar, en eins og ég sagði í síðustu grein minni, þá er oft séns á sjóveðri hér í Eyjum þegar lægðirnar enda í norðan áttum. Þegar hins vegar hann liggur í suðlægum áttum, er alveg vonlaust að komast á sjó og soldið merkilegt að þessi vonda tíð núna byrjaði 4. mars, en 5. mars í fyrra hrundi vélin í gamla bátnum mínum og hvessti seinni partinn þann dag og gaf ekki á sjó hjá smábátum í hálfan mánuð eftir það og ef eitthvað er að marka veðurspána fyrir næstu vikuna, þá virðist stefna í að mars verði mjög svipaður og í fyrra. Þetta er hins vegar ekki al slæmt, enda daginn farið að lengja og maður sér að fýllinn er farinn að máta hreiðrin sín og svartfuglinn allur sestur upp, en svona er nú einu sinni vorið. Baráttan á milli heita og kalda loftsins mun eitthvað halda áfram.

Sem gæludýra eigandi ákvað ég að skoða aðeins þær reglur sem nýlega voru samþykktar hjá Vestmannaeyjabæ, eða réttara sagt írtekaðar, vegna þess að reglur um gæludýra hald hafa að sjálfsögðu verið í gildi í mörg ár, en ekki kannski verið tekið á því áður hér í Vestmannaeyjum. Það er hægt að lesa, að mestu leyti, um reglurnar sjálfar inni á vef Vestmannaeyjabæjar en til þess að fá það sem upp á vantar, ræddi ég við meindýraeiðir og gæludýraeftirlitsmanns Vestmannaeyjabæjar og úr þessu öllu kemur þetta:

Það er öllum skylt að láta örmerkja dýr sín, en það fæst aðeins gert hjá dýralækni. Einnig þarf að ormahreinsa þau og það er skylt að tryggja alla hunda. Einnig er stranglega bannað að láta hunda ganga lausa. Eftir að dýrið hefur verið örmerkt þarf að fara til eftirlitsmanns og skrá og borga fyrir við fyrstu skráningu 7000 kr, en síðan 5000 kr á ári. Þetta gjald er notað af bænum til þess að standa undir kostnaði við geymslusvæði fyrir dýr sem annaðhvort sleppa eða týnast, en nýlega var keyptur gámur, innréttaður með bælum og búrum og afgirtu útisvæði, en þessu hefur öllu verið fundinn staður inni á svæði Áhaldahússins.

Varðandi dýr sem tekin eru og eru ekki með neina örkerkingu eða aðra merkingu, þá ber eftirlitsmanni að geyma þau í hámark í 7 daga ber honum að lóga þeim, ef þau hins vegar eru merkt, en ekki örmerkt og óskráð, þá verður að sjálfsögðu haft samband við eigendur, en sé dýrið ekki örmerkt liggja við því sektir, og sé sama dýrið tekið oftar en einu sinni, verða sektir fljótlega mun hærri heldur en skráningargjaldið. 

Einnig vildi eftirlitsmaður taka það fram, að Haugasvæðið þar sem fólk hefur farið með hundana sína og leyft þeim að hlaupa um, er EKKI einhvers konar úti kamar, að sjálfsögðu á fólk að taka upp eftir dýrin sín þar eins og annar staðar. Það hafa einhverjir gæludýraeigendur verið að tala um það, að það þurfi að fara að opna annað útisvæði vegna þess hversu slæm umhirðan er orðin þarna, en þarna þyrfti hreinlega að þrífa allt svæðið og búa betur um þannig að fólk eigi betur með að losa sig við það sem dýrin skilja eftir. 

Ég hlýt að velta því upp sem gæludýra eigandi, hvort að gæludýra eigendur í Vestmannaeyjum þurfi ekki hreinlega að stofna lítið félag, það er reyndar ágæt gæludýra síða inni á FB, en spurning hvort að ekki þurfi að standa betur að þessu hér í Eyjum, enda gæludýra eigendum fjölgað alveg gríðarlega á síðustu árum. 

Ég er einn af þeim sem fer stundum út með hundinn minn að labba, og á sumrin kemur því miður allt of oft fyrir að maður rekur augun í afurðir einhvers hundsins á göngunni, sem einhver eigandinn hefur ekki nennt að taka upp. Því miður er allt of mikið um þetta, og ekki þarf nema einn til að koma slæmu orði á okkur hin, en þetta er rosalega slæmt, því öll viljum við búa í hreinum og fallegum bæ, og Vestmannaeyjabær verður alltaf fallegur bær, en Vestmannaeyjabær er líka túnið okkar allra og mér finnst að við ættum að hugsa svolítið betur um túnið okkar. Frekar leiðinlegt að horfa upp á þúsundir ferðamanna þramma frá hafnarsvæðinu upp í bæ og þurfa að segja frá einhverri hundaskítsklessu á miðri gangstéttinni. En þetta getum við lagað.

Óska öllum Eyjamönnum gleðilegs vors.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).