Mikið álag á raforkukerfinu

Vegna vertíðarinnar

6.Mars'15 | 16:10

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá bæjarbúum, að rafmagn hefur verið að slá út af öllum bænum uppá síðkastið. Eyjar.net grenslaðist fyrir um málið hjá HS veitum. Ívar Atlason, forstöðumaðu tæknideildar sagði að ástæðan væri bullandi vertíð og allt í botn keyrslu.

,,Álagið var það mikið á raforkukerfinu að bæjarspennirinn sló út í tvígang.  Það sem við erum að gera núna, til að minnka álagið á spenninn, er að við keyrum ljósavélar með. Vonandi dugar það til að þetta gerist ekki aftur".

,,Til upplýsinga, get ég sagt frá því, að seinni part árs verður farið í framkvæmdir upp í kyndistöð, þar sem nýr stór spennir er.  Við ætlum að færa hluta af álaginu á spenninum hér á Tangagötu 1 og færa yfir á spenninn upp í kyndistöð.  Þannig á næstu loðnuvertíð á þetta ekki að koma fyrir aftur" sagði Ívar.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is