Coca-Cola bikarkeppnin:

3. flokkur kvenna bikarmeistarar

2.Mars'15 | 06:39

Suðurlandsslagurinn í 3. flokki kvenna í úrslitum var á milli Selfoss og ÍBV og það mátti fyrirfram búast við miklum slag. Þarna mátti sjá leikmenn úr meistaraflokki liðanna eins og Díönu Dögg hjá ÍBV.

ÍBV stelpur fóru betur af stað og náðu 3-1 forsytu eftir nokkrar mínútur. Selfoss stelpurnáðu þó að stilla sig saman og jöfnuðu í 4-4 eftir 13 mínútna leik. Katrín Magnúsdóttir var að verja vel fyrir Selfyssinga og Harpa Sólveig kom þeim svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum. 5-4.


Leikurinn hélst áfram í járnum og liðin skiptust á að leiða með einu marki. ÍBV átti svo ágætan lokakafla og komust tveim mörkum yfir 12-10.
Það voru svo Selfoss stelpur sem byrjuðu af krafti og komu sér snemma inn í leikinn aftur, en ÍBV þó skrefinu á undan og náðu upp 3 marka forystu á ný 15-12. Erla Rós í marki ÍBV var Selfoss stelpum erfið á þessum kafla og munurinn hélst áfram 3-4 mörk, ÍBV í vil.


Staðan 18-13 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og ÍBV stelpur með tögl og haldir ennþá með góðum varnarleik. Sóley Haraldsdóttir fór á kostum í liði ÍBV og sá til þess að Selfoss nálgaðist aldrei almennilega.


Lokatölur 24-18 fyrir ÍBV sem tekur þá annan bikar til eyja, en það var Sóley Haraldsdóttir sem var valin maður leiksins.

Mörk ÍBV: Sóley Haraldsdóttir 12, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 2, Erla Jónatansdóttir 1.
Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 9.


Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 6, Þuríður Guðjónsdóttir 5, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Helga Rún Einarsdóttir 2, Heiða Björk Eiríksdóttir 1.
Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 9.

Maður leiksins: Sóley Haraldsdóttir, ÍBV.

 
3. flokkur karla ÍBV lék einnig til úrslita í bikarkeppninni en þeir töpuðu leik sínum gegn Val, 22-33.

 

Fimmeinn.is greindi frá.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).