Tvö hundruð Eyjamenn á leið í land

28.Febrúar'15 | 09:50

Fjöldi Eyjamanna leggur í dag á sig sex tíma siglingu með Herjólfi til Þorlákshafnar og til baka, til að styðja við sína menn í bikarúrslitaleik í handknattleik. Að leik loknum fylgir fólkið svo liðinu aftur til Eyja með ferjunni. Hvort það verði gleðisigling ræðst seinnipartinn.

Bryggjan í Vestmannaeyjum var sneisafull af bílum nú í morgunsárið, sem er ekki daglegt brauð á laugardagsmorgnum. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Herjólfs voru þangað komnir hátt í tvö hundruð Eyjamenn sem ætluðu með Herjólfi til Þorlákshafnar, en Eimskip hafði boðið öllum sem vildu ókeypis siglingu í tilefni dagsins. Í Þorlákshöfn bíða fólksins rútur á vegum ÍBV sem flytja fólkið í Laugardalshöllina, þar sem  Eyjamenn mæta FH-ingum í bikarúrslitaleik í handknattleik. Mikil stemning var í Eyjum eftir sigur ÍBV á Haukum í gærkvöld, en leikurinn fór 23-21. Fyrr um daginn hafði FH komist í úrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Val 44-40 í háspennuleik í Laugardalshöll. 

Eyjamennirnir tvö hundruð fylgja svo liðinu aftur til baka með Herjólfi í kvöld og ræðst líklega af úrslitum leiksins hver stemningin verður á siglingunni. Leikurinn fer fram klukkan fjögur og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

 

Ruv.is

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.