Smyrill á ferðinni!

26.Febrúar'15 | 06:32
IMG_0262 (2)

Mynd: Páll Scheving

Margir Eyjamenn hafa orðið varir við smyril í görðum í leit að bráð undanfarið. Smyrill er algengasti Íslenski ránfuglinn, líkur fálka en miklu minni, ekki nema 25-30 cm lengd og 210 gr að þyngd, vænghaf smyrils er 50 – 62 cm.

Smyrill er lipur og harðfylginn veiðifugl sem flýgur hratt yfir og þreytir gjarnan bráð sína með því að elta hana. Fæða hans er aðallega smáfuglar, dúfur og hagamýs. Smyrill heldur sig gjarnan í þéttbýli að vetrarlagi.

Meðfylgjandi myndir tóku Páll Scheving Ingvarsson af smyril í grenitré í garði sínum við Illugagötu og Eygló Ingólfsdóttir af smyril með bráð, sennilega starra, við Faxastíg.

smyrill_ey

Mynd: Eygló Ingólfsdóttir

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.