Tökumaðurinn fékk nóg
24.Febrúar'15 | 06:41Áhorfendur á handboltaleikjum kannast líklega flestir við það að trommur séu víða notaðar til að skapa hávaða og stemningu á áhorfendapöllunum.
Þetta er meðal annars gert á leikjum í Danmörku en menn hugsa sig eflaust tvisvar um áður en þeir taka með sér trommu í stúkuna, eftir það sem gerðist á leik Midtjylland og Viborg í úrvalsdeild kvenna um helgina.
Lítil spenna var í leiknum sem heimakonur í Midtjylland unnu 28:21. Öllu meiri athygli vakti hegðun eins af tökumönnum TV2-sjónvarpsstöðvarinnar. Sá var greinilega orðinn þreyttur á því að hafa trumbuslátt í eyrunum vegna þess að í hálfleik tók hann upp hníf og skar gat á trommurnar, og gerði þær þar með ónothæfar.
Torben Kölbæk, framkvæmdastjóri Midtjylland, segir að félaginu hafi borist afsökunarbeiðni frá TV2 vegna málsins. Tökumanninum verður ekki leyft að mæta aftur á leiki liðsins, alla vega um hríð.
„Ég ræddi við tökumanninn og hann er auðvitað leiður yfir því sem gerðist. Hann fékk raunar áfall yfir því sjálfur að hann skyldi hafa hagað sér svona. Við ræddum um það hvað gæti hafa leitt til þess sem hann gerði en það er bara á milli okkar,“ sagði Kölbæk við Ekstrabladet.
Mbl.is greindi frá.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.