Fríða Hrönn skrifar:

Kona - dama - skvísa - PRUMP!

22.Febrúar'15 | 09:46

„Þarna situr hún, gullfalleg. Hún prumar aldrei, kúkar ekki heldur og þarf því aldrei að skeina sér. Hún ropar ekki, fer ekki á blæðingar en er samt frjó og veit fátt skemmtilegra en að elskast. Hún er ekki með hár undir höndunum, er með lítið af skaphárum, það vaxa ekki hár á fótleggjunum á henni. Hún er með stinna, flotta og slétta húð, brjóst í stærri lagi, flottann rass en líkama í grennri kantinum. Síða hárið hennar er glansandi fallegt og náttúrulegt að lit.  Hún notar ekki ljót orð, er alltaf kurteis, hallmælir engu, brosir sínu blíðasta, er góð við allt og alla og tekur þarfir annarra fram yfir sínar eigin“.

Ætli þessi kona sé til? Ef svo er þá er það ósk mín að henni líði vel og hún uni sér vel í eigin skinni. Það er svo skrítið að í gegnum tíðina þá höfum við konur aftur og aftur fengið þau skilaboð að til þess að vera góðar þá þurfum við að taka þarfir allra annarra fram yfir okkar eigin. Og oftast er það þannig að við setjum stífar kröfur á okkur sjálfar og gagnrýnum okkur hvað harðast ef allt gengur ekki eins og í ævintýri.

Ég var 12 ára gömul, sat ég í græna sófasettinu á Faxastígnum hjá ömmu og afa. Ég var frekar slök, ég prumpaði og það ómaði um alla stofu. Eldri systir mömmu var líka hjá ömmu og afa og hún leit á mig þegar prumpið skilaði sér út með þvílíkum tilþrifum og sagði við mig hlæjandi „svona gera ekki dömur !“. Hún frænka mín meinti þetta sjálfsagt meira í gríni - en alvöru, en þessi 12 ára gamla stúlka tók alvarlega þessi orð frænku sem ég leit svo upp til - svo við tók barátta! Barátta við það að prumpa aðeins í rétta félagsskapnum, helst þegar ég var ein og ALLS EKKI nálægt karlmanni. Loftinu var eingöngu sleppt út þegar ég var algjörlega búin að vega og meta hvort að það var viðeigandi. Ég hef í gegnum tíðina ropað frekar lítið og loftið því frekar fengið að læðast út um afturendan á mér. ALLS EKKI prumpa fyrir framan karlmann - því dömur prumpa ekki (í mörg ár heyrði ég frænku segja þetta í huga mér ef að loftið læddist út á óviðeigandi augnabliki og ég fylltist skömm)! Þrátt fyrir að vera alin upp af manni sem prumpaði nánast hvar og hvenær sem er sem gerði það að verkum að þeir sem voru nálægt gátu jafnvel skellt uppúr eða bölsóttast yfir eiturlofti sem fór ekki framhjá neinum. En staðreyndin er samt sem áður marg sönnuð: Alvöru DÖMUR PRUMPA!

Ég hef doldið gaman af því að horfa í kringum mig og sjá hvernig tíðarandinn fer með fólk, hvaða skilaboða erum við að fá og hvaða skilaboð erum við að senda. Erum við að senda stúlkum og drengjum mismunandi skilaboð? Meiga drengir á öllum aldri prumpa og hafa gaman af? En stúlkur? Fá bæði kynin sömu skilaboð við þennan gjörning? Það gleður mig alltaf óendanlega mikið þegar ég heyri börn prumpa fyrir framan vini sína! Mér finnst það merki um sjálfstraust þrátt fyrir að það eigi að vera sjálfsögð mannréttindi að prumpa - fyrir utan að oft á tíðum fylgir því mikil gleði og hlátur! Einhverntíma heyrði ég það að það segði heilmikið um sjálftraust einstaklinga ef að þeir gætir kúkað á vinnustaðnum sínum eða á almenningsklósetti. Þeir sem væru með lítið sjálftraust gætu einungis gert þetta heima hjá sér. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Staða kvenna er alltaf að breytast og hefur það gerst með vinnu, upplýsingaflæði og sjálfsstyrkingu. Ég held samt að við konur þekkjum það flestar að fá skilaboð um það hvernig við eigum að haga okkur og í gegnum tíðina hefur jafnvel verið komið inn hjá okkur skömm fyrir vissa hegðun. Það hefur líka örlað á því t.d. launalega séð þá fá konur þau skilaboð að það fylgi því ákveðin takmörk að vera kona. Eru það skilaboð sem við viljum senda dætrum þessa heims? Að það fylgi því takmarkanir að vera kona og vinnustundir þeirra séu ódýrari útaf því að þær eru konur? Því miður þá er þetta staðreynd sem er til enn í dag.

Þegar ég heyri börn prumpa í dag í hópi krakka þar sem er bæði fullorðið fólk og aðrir krakkar það fyllir mig ákveðinni von og bjartsýni og fær mig til að brosa út í annað. Prump eru mannréttindi og allir prumpa eða ropa, því við höfum öll loft. Það er eitt af þeim eiginleikum sem tilheyra því að vera manneskja.

Konudagurinn er tilvalinn til að minna okkur á að allar dömur eiga rétt á að vera sú manneskja sem hún er. Það eiga ekki að fylgja því nein takmörk að fæðast sem ákveðið kyn, hvað maður getur gert í lífinu eða hvaða laun einstaklingur á að hafa . Okkur konum eru allir vegir færir og við höfum fullann rétt á því að vera sú manneskja sem okkur er ætlað að vera.

Til hamingju með daginn konur, megi þið eiga dásamlegan dag, þið getað prumpað þegar ykkur sýnist og borðað það sem ykkur langar í. Megum við vera góðar við okkur sjálfar og aðra, og elska ykkur fyrir þá manneskju sem þið eruð út frá þeirri reynslu sem þið búið yfir. Ég hvet þá einstaklinga sem að eiga konu í lífi sínu að kaupa handa henni blóm, eitt, þrjú, sjö eða tíu, uppáhalds súkkulaðið hennar eða bara gera eitthvað sem þú gleður hana. Ef þig langar til að sýna henni hvers mikils virði konan er í lífi þínu þá er konudagurinn ekkert betri eða verri til þess fallinn til þess að minna hana á það.  Og þú sem kona mátt líka minna þig á hver er mikilvægasta manneskjan í þínu lífi og gefa þér þá ást og þá virðingu sem þú átt skilið.

Til hamingju með daginn.

Megi ástin og ljósið umvefja okkur öll.

Ykkar í einlægni,

Fríða Hrönn

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.