Sigurður Áss Grétarsson:

Landeyjahöfn er ekki sú samgöngubót sem vonir stóðu til

- En var ekki ófyrirsjáanlegt

17.Febrúar'15 | 15:12

Fyrir stuttu  birtist grein eftir Svein Rúnar Valgeirsson þar sem dregnar eru í efa rannsóknagöng og rannsóknaaðferðir sem beitt var í Landeyjahöfn. Þessar efasemdir eru ekki nýjar af nálinu þar sem svipað birtist snemma árs 2007 í bæjarblöðunum í Vestmannaeyjum.

Í þessari greinagerð sem send var Sveini vorið 2007 voru flestar hans ásökunum svarað.  Hvað varðar annað þá hefur því áður verið svarað og óþarfi að taka það upp.
 
Það er eitt sem stendur eftir en það er að Landeyjahöfn er ekki sú samgöngubót sem vonir stóðu til.  Að ekki skuli siglt þangað yfir háveturinn frá nóvember/desember til febrúar/mars er ekki ásættanlegt en var ekki ófyrirsjáanlegt sbr. frétt sem birtist í fréttablaði Siglingastofnunar en þar stendur orðrétt "Til að minnka frátafir verður ferðaáætlun mögulega breytt þannig að skipið sigli um sumartímann í Landeyjahöfn, en að vetrarlagi í Þorlákshöfn þegar tíðafar er rysjóttara.. "


Örugglega mátti margt fara betur við uppbyggingu Landeyjahafnar.  Staðreyndin er hins vegar sú að um 300 þúsund farþegar fara til og frá Eyjum í dag en fyrir byggingu innan við 130 þúsund farþegar, kostnaður við uppbyggingu Landeyjahafnar var vel innan áætlana, sandfok, öldufar og straumar eru eins og gert var ráð fyrir.  Það sem hefur brugðist er að háveturinn getur ekki Herjólfur siglt þangað og sandburðurinn var stórlega vanmetinn.  Til að gera siglingaleiðina Landeyjahöfn-Vestmanneyjar að heilsárs siglingaleið verður að fá nýja ferju eins og alltaf stóð til og breyta um dýpkunaraðferðir, segir Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar í svari til Eyjar.net.

 

 

Grein Sveins má sjá hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.