Ásmundur Friðriksson skrifar:

Finnum leið til sátta

3.Febrúar'15 | 08:59

Í síðustu viku var ég boðaður á símafund með stjórn Ferðasamtakanna í Vestmannaeyjum. Þar voru ummæli mín um nýjan Herjólf og Landeyjarhöfn hörmuð. Ég hafði þá í nokkurn tíma rætt í þinginu og skrifað á fésbókina um Landeyjarhöfn og vandamálin sem þar virðast engan enda taka. Ég fékk lítil viðbrögð við þeim varnaðarorðum fyrr en ég minntist á nýsmíði Herjólfs.

Ég sagði fundarmönnum frá því að ég hafi í langan tíma haldið því fram í þingflokki Sjálfstæðisflokksins að ef hafin verði smíði á nýjum Herjólfi, nokkuð minna skipi en núverandi ferja, verði að tryggja það að okkar góða skip, sem þjónað hefur vel í siglingum til Þorlákshafnar, verði til staðar a.m.k. fyrstu 2-3 árin meðan reynslan kemur á nýju ferjuna. Mörgum spurningum er ósvarað og margir telja nýjan Herjólf of lítinn, flutningsgetu ekki fullnægja þarfagreiningum og henti ekki vel til siglinga í Þorlákshöfn í verstu veðrum. Það ríkir mikið vantraust á leiðsögn Vegagerðarinnar í málefnum hafnarinnar og forsendur breytast eins og vindurinn.

Við verðum að finna leið til að vinna saman og róa í sömu átt í takt. Samfélagið í Eyjum þolir ekki óvissuna og þessa flokkadrætti vegna samgöngumálanna í bænum. Vöxtur og viðgangur atvinnulífsins í Eyjum er undir. Fjárfesting í ferðaþjónustunni og atvinnulífinu byggir á góðum samgöngum og við erum öll sammála um að tryggja rekstrargrundvöll ferðaþjónustunnar og fyrirtækja sem verða að afhenda vöru daglega til fastalandsins. Örugg afhending vöru er hluti af gæðum framleiðslunnar..

Förum fram á að nú þegar verði þær nýju leiðir við dælingu í Landeyjarhöfn sem Vegagerðin segir að komi með nýju skipi verði prófaðar svo reynslan verði komin þegar nýtt skip siglir í höfnina. Tryggjum að núverandi Herjólfur verði til staðar fyrstu árin eftir að ný ferja kemur svo tryggja megi öryggi í samgöngum á sjó við Eyjar, hægt verði að meta raunverulega flutningsþörf og eyða allri óvissu. Ef við getum sameinast um þetta erum við að róa í sömu átt og í takt við samfélagið í Eyjum.

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

 

 

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...