Fríða Hrönn skrifar:

Ég sagði upp föðurhlutverkinu!

12.Janúar'15 | 14:44

Fyrir nokkrum árum bjó ég á höfuðborgarsvæðinu og var búin að mæla mér mót við vinkonu mína á Gló. Þetta er ein af þeim vinkonum sem ég hitti alltof sjaldan en um leið og við hittumst er eins og við höfum hist í gær. Um leið og við höfðum heilsast, pantað okkur máltíð og vorum  að setjast niður þá spyr ég  „Hvað er að frétta?“ – „Flott núna!“- „Hvað meinarðu með flott núna?“ spurði ég til þess að forvitnast um það hvað væri búið að ganga á í hennar lífi. 

 „Um leið og ég var búin að segja upp föðurhlutverkinu fór allt að ganga betur.“ Í hausnum á mér endurtók ég það sem hún sagði og sagði síðan upphátt- „föðurhlutverkinu?“.  „Já ég áttaði mig á því fljótlega eftir að ég skildi að þegar það var mín vika var, þá ætlaði ég mér að sinna öllum þáttum venjulegrar fjölskyldu, vann fullann vinnudag, fór í ræktina, sinnti barninu mínu, fór í sund , fór með barnið í íþróttir, eldaði heitann mat, lét barnið læra, las fyrir svefninn, þvoði, þreif, fann til hollt og gott nesti og tók í raun að mér hlutverk bæði móður og föður - en  eftir að ég varð alveg úrvinda í töluverðan tíma þá er ég  búin að átta mig á því að ég er bara mamma“. 

Hún sagði mér raunir sínar og ég kannaðist svosem við allt það sem hún sagði þar sem ég þekki það að vera ein með barn. Það var vika og vika hjá henni og barnsföður hennar, en sjálf var ég og er í þeirri aðstöðu að ég á barn sem er í litlu og óreglulegu sambandi við föður sinn, þannig ég áttaði mig alveg á því hvað hún var að tala um. Hún tók sína viku með trompi, var ákveðin í því að standa sig og barnið ætti ekki að verða fyrir neinum „skaða“ þó svo að það væri að alast upp á tveim heimilum, annarsvegar á heimili móður og hinsvegar heimili föður. Eftir mömmu-viku var móðirin útkeyrð og algjörlega úrvinda, sennilega var það hvorki henni né barninu til góða.

Hún hafði áttað sig á því að það væri bæði gott hennar vegna og barnsins vegna að vera í jafnvægi, og hún væri móðir barnsins og það væri hennar að sinna því hlutverki- hún gæti ekki verið faðirinn sama hversu mikið sem hana langaði til þess. Það var langt í frá að hún setti þá kröfu á barnsföður sinn að hann væri bæði faðir og móðir þá viku sem barnið var hjá honum. Sumir þættir sem þau sintu voru þeir sömu, aðrir þættir svipaðir en sumt var bara það sem  pabbi gerði og annað sem eingöngu móðirin gerði.   Þetta samtal okkar hefur margoft pompað upp í huga mér í gegnum árin því ég hef alveg staðið sjálfa mig að þessari hugsun að þar sem barnið á ekki föður á heimilinu þá geri ég þá kröfu til mín að vera bæði móðir og faðir. Myndi ég banka uppá hjá nágrannakonu minni sem væri ein að ala upp barnið sitt og gera þessa kröfu á hana? Ég held ekki... myndi sennilega ekki einu sinni pæla í því!

 

Einhverntíman í kringum 15 ára aldur kallaði pabbi mig inn í eldhús og fannst mér hann pínu kjánalegur. Hann sat með einhverja litla köflótta bók sem sennilega finnst eingöngu í dag á fornbókabúðum.... það var sérstaklega tvennt sem sat eftir þetta samtal okkar „ Fríða mín, mundu bara að þú sefur hjá öllum þeim sem sá sem þú sefur hjá er búinn að sofa hjá - og ef þú sefur hjá þá þarftu alltaf að vera tilbúin að taka afleiðingum gjörða þinna“. Seinni upplýsingarnar notaði ég síðan tæpum tíu árum eftir þetta samtal okkar pabba, sem varð til þess að pabbi minn fékk það hlutverk að vera afi og ég fékk það hlutverk að verða sjálfstæð móðir.

 

Það er barni mikilvægt að tengjast bæði föður og móður, í upphafi eru hlutverk móður og föður mjög ólík og þurfa báðir aðilar að laða sig að ungabarninu og þörfum þess. Þegar barn fæðist er mikilvægt að bæði móðir og faðir taki ábyrgð á gjörðum sínum hvort sem barneignir voru þaul skipulagðar eða afrakstur stundargamani tveggja einstaklinga.  Það á að vera sjáfsagt mál að bæði móðir og faðir taki þátt í umönnun barnsins og barnið fái að mynda tengsl við báða foreldra. Það að ala upp barn ætti ætíð að vera samvinnuverkefni móður og föður því bæði  eru þau mikilvægir einstaklingar í lífi barns.

 

Tökum ábyrgð á gjörðum okkar og verum góð hvert við annað. Megi ástin, kærleikurinn og fegurðin umvefja okkur öll.

 

Ykkar

Fríða Hrönn

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...