Gamlársgöngu / hlaupið á morgun
Holl hreyfing fyrir unga sem aldna
30.Desember'14 | 23:57Á morgun verður hið árlega gamlársgöngu / hlaup. Hlaupið er til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum og hefst það stundvíslega klukkan 11.00. Hægt verður að hlaupa / ganga frá tveimur stöðum.
Annars vegar frá Stórhöfða og hins vegar frá Steinsstöðum. Mæting er á báðum stöðum kl: 10.45 og eins og áður segir er ræst kl: 11.00. Farið verður sem leið liggur niður Höfðaveg, þá Illugagötu, niður Hlíðarveg - þar beygt austur Strandveginn og endað á Vinaminni kaffihús þar sem boðið er upp á heita súpu og brauð.
Þátttökugjald er 1.500 kr sem rennur óskipt til Krabbavarnar Vestmannaeyjum.
Komið takið þátt og látið gott af ykkur leiða í og á leiðinni.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...