Samgöngustofa leggur mat á grísku ferjuna

18.Desember'14 | 18:28

Samgöngustofa telur sig geta dregið þær ályktanir af þessu að skipið hafi burði og getu til þess að það fullnægi þeim kröfum sem gilda um farþegaskip í flokki B og að þessu gefnu, að skipið þar með geti fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru til farþegaskips í förum á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Þetta segir í minnisblaði sem Eyjar.net hefur undir höndum og unnið er af Ólafi J. Briem, framkvæmdastjóra siglingasviðs Samgöngustofu.

Minnisblaðið sem unnið er að beiðni Viking Tours fer yfir stöðuna miðað við þau gögn sem liggja fyrir.

 

Hér má lesa minnisblaðið í heild:

Viking Tours hefur óskað eftir að Samgöngustofa leggi mat á hvort ekjufarþegaskipið M/s Achaeos sem er 77 metra ekjufarþegaskip og siglir undir grískum fána, fullnægi þeim reglum sem gilda um ekjufarþegaskip í förum á milli Landeyjarhafnar og Vestmannaeyja.

 

Um farþegaskip, þ.m.t. ekjufarþegaskip í innanlandssiglingum gilda ákvæði reglugerðar nr 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum með síðari breytingum.

Samkvæmt ákvæðum þeirrar reglugerðar telst hafsvæðið á milli Landeyjarhafnar og Vestmannaeyja vera hafsvæði B. Samkvæmt því skulu þau farþegaskip sem þar eru í förum fullnægja þeim ákvæðum reglugerðar 666/2001 með síðari breytingum sem eiga við um farþegaskip í flokki B. Reglugerð 666/2001 með síðari breytingum er innleiðing á tilskipunum Evrópusambandsins98/18/EB, 2002/25/EB og 2003/75/EC sem og á tilskipunum 2009/45/EB og 2010/36/EB.

 

Þau gögn sem Samgöngustofu hafa borist og sem liggja til grundvallar þessari umsögn eru:

  1. Yfirlit yfir helstu mál og afkastagetu skipsins
  2. Teikning af fyrirkomulagi skipsins
  3. Tölvupóstar sem innihalda samskipti Viking Tours og Hellas Ships Sales Intl. Co

 

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í þessum gögnum eru helstu mál og afköstu skipsins þessi:

 

Mesta lengd:               87,70 m

Skráningarlengd:        77,00 m

Skráningarbreidd:       16,00 m

Skráningardýpt n.þ.      3,80 m

Skráningardýpt e.þ.      6,35 m

Mesta djúprista:            3,50 m

 

Vélarafl  samtals:        4850 kW

Ganghraði                       16 hnútar

Brúttóstærð                2257 BT samkvæmt Grískri mælingu

 

Smíði skipsins hófst í janúar 2004 og var skipið afhent í júlí 2006.

Skipið er búið tveimur þilförum til að flytja bifreiðar. Neðra þilfarið er 30 cm yfir mestu leyfilegu hleðslulínu og hið efra 2,85 metrum yfir mestu leyfilegu hleðslulínu.

 

Skipið er flokkað og undir eftirliti gríska flokkunarfélagsins RINA og virðist þar flokkað sem : RINA +100A1 RO-RO/PASS – COASTAL SERVICE, FULL COMPLIANCE WITH EUROPEAN DIRECTIVE 98/18 AND 2002/25/EC & 2003/75/EC

 

Samkvæmt þessu er óljóst hvort skipið telst fullnægja síðustu breytingum sem gerðar voru á tilskipun 98/18/EB um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum. Með því hins vegar að skipið virðist vera með útgefnar heimildir grískra stjórnvalda, er tilefni til þess að ætla að skipið fullnægi öllum viðeigandi ákvæðum gildandi tilskipana um ferþegaskipí flokki C.

 

Í fyrirliggjandi gögnum er skipið hannað til að flytja allt að 1000 farþega.

 

Samkvæmt framangreindum gögnum er skipið eins og stendur skráð sem farþegaskip í flokki C. Í tölvupósti frá Hellas Ships Sales Intl. Co frá 6. nóvember s.l. kemur hins vegar fram að skipið hafi upphaflega verið smíðað sem farþegaskip í flokki B samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, og að þrátt fyrir að skipið sé nú flokkað sem farþegaskipa í flokki C sé eigandi skipsins tilbúinn að afhenda skipið sem farþegaskip í flokki B samkvæmt reglum grískra stjórnvalda án þess að það hafi áhrif á söluverð skipsins.

 

Samgöngustofa telur sig geta dregið þær ályktanir af þessu að skipið hafi burði og getu til þess að það fullnægi þeim kröfum sem gilda um farþegaskip í flokki B og að þessu gefnu, að skipið þar með geti fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru til farþegaskips í förum á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar.

 

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort gera þurfi breytingar á skipinu miðað við núverandi ástand þess til þess að það fullnægja öllum viðeigandi ákvæðum reglugerðar 666/2001 sem eiga við um skip í flokki B, né ef svo er, í hverju þær breytingar væru fólgnar..

 

Sé skipið hannað upphaflega sem farþegaskip í flokki B og við þá hönnun hafi verið gert ráð fyrir að skipið geti flutt allt að 1000 farþega, má draga þá ályktun að skipið fullnægi þeim kröfum reglugerðar nr. 666/2001 um skip í flokki B sem flytja fleiri en 400 farþega og að skipið þar með fullnægi þeim kröfum sem þar eru gerðar um að slíkt skip þoli að tvö samliggjandi vatnsþétt hólf skipsins séu lek samtímis.

 

Samgöngustofa hefur sem fyrr segir ekki undir höndum þau gögn eða upplýsingar sem gerir henni mögulegt að ganga úr skugga um að M/s Achaeos fullnægi framangreindum kröfum. Til þess þurfa stofnuninni að berast ítarlegri gögn auk þess sem mögulega þarf að fara fram skoðun á skipinu í þeim tilgangi að sannreyna hvort viðeigandi kröfum sé fullnægt.

 

Komi í ljós við frekari athugun á skipinu að skipið fullnægi öllum viðeigandi ákvæðum reglugerðar 666/2001 með síðari breytingum,  ber Samgöngustofu samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr 698/2006 um gildistöku reglugerðar evrópusambandsins nr 789/2004 um tilfærslu flutninga- og farþegaskipa milli skipaskráa innan Evrópusambandsins að veita heimild til þess að heimila innflutning á skipinu og notkun þess með sama hætti og hemildir þess eru samkæmt þeim skírteinum sem grísk stjórnvöld hafa gefið út til skipsins. Sjá ákvæði 4 greinar reglugerðar nr. 698/2006.

 

Þann 1. oktober 2010 tóku gildi nýjar reglur um lekastöðugleika ekjufarþegaskipa sem er að finna í reglugerð 666/2001 með síðari breytingum. Kröfur þessar gilda um ekjufarþegaskip í flokki B en ekki um ekjufarþegaskip í flokki C. Af þeim sökum hefur ekki reynt á hvort M/s Achaeos fullnægi þessum kröfum. Þetta eru sömu kröfur og gerðar hafa verið til Herjólfs til þess að skipið hafi heimild til þess að vera í siglingum sem skip í flokki B.

 

Í tilskipun 2003/24 er að finna eftirfarandi ákvæði:

 

„Article 6a

Stability requirements and phasing-out of ro-ro

passenger ships

1. All ro-ro passenger ships of Classes A, B, and C, the

keel of which is laid or which are at a similar stage of

construction on or after 1 October 2004 shall comply with

Articles 6, 8 and 9 of Directive 2003/25/EC of the European

Parliament and of the Council of 14 April 2003 on specific

stability requirements for ro-ro passenger ships (*).

2. All ro-ro passenger ships of Classes A and B, the keel

of which is laid or which are at a similar stage of construction

before 1 October 2004 shall comply with Articles 6, 8

and 9 of Directive 2003/25/EC by 1 October 2010, unless

they are phased out on that date or on a later date on which

they reach the age of 30 years but in any case not later than

1 October 2015.“

 

Verði M/s Achaeos breytt í farþegaskip í flokki B skal skipið fullnægja framangreindum kröfum.

 

Það er eins og málum háttar óljóst hvort þetta skip geti fullnægt þessum nýju reglum. Samgöngustofa myndi setja það skilyrði fyrir heimild til innflutnings á þessu skipi að fyrir liggi staðfesting þess að skipið fullnægi framangreindum kröfum þegar það er hefur siglingar á hafsvæði B.

 

Þar sem hlutverk Samgöngustofu er að sannreyna að öllum viðeigandi öryggiskröfum að því er varðar skip og siglingar sé fullnægt, tekur Samgöngustofa ekki afstöðu til rekstrarlegra þátta, þ.e. þátta sem lúta að flutningsgetu, stjórnhæfni, frátafa vegna veðurs o.s fr. Þá hefur Samgöngustofa ekki undir höndum gögn sem gefa henni mögulegt að leggja mat á hvaða breytingar þurfi að gera á hafnaraðstöðu til þess að hún falli að þessu skipi.

 

 

Samgöngustofa

Ólafur J. Briem

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).