Georg Arnarson skrifar:

Að lokum þetta (um samgöngumál)

9.Desember'14 | 23:25

Ótrúlega flókin staða í samgöngumálum Eyjamanna, eins og vanalega, og ástæðan, Landeyjahöfn virkar ekki.

Lenti í því fyrir ca. 3 vikum síðan að ætla mér heim seinni part á laugardegi,en Herjólfur hafði siglt til Þorlákshafnar um morguninn. Fljótlega upp úr hádegi kom hins vegar tilkynning um það, að ætlunin væri að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn vegna lækkandi ölduhæðar þar. Þetta gekk hins vegar ekki eftir og ekki var siglt meira þennan dag, þannig að enn einu sinni þurftu Eyjamenn að sætta sig við það að þurfa að kaupa sér eina auka nótt í gistingu á fastalandinu.

Veðurspáin daginn eftir var mjög góð, sem gekk eftir en bræla restina af vikunni. Fyrir trillukarlinn var þetta því tjón sem skiptir hundruðum þúsunda og ákvað ég því að spyrja lögfræðing um það, hvort það væru einhver dæmi um það að fólk hefði leitað réttar síns í sambærilegum málum, enda klárlega fært í seinni ferðina til Þorlákshafnar. Í sjálfu sér ætla ég ekki að fara með þetta lengra í bili, en fyrr eða síðar hlýtur að koma að því, að einhverjir Eyjamenn leiti réttar síns, en tjónið hjá flestum er kannski minna því þetta var um helgi í þetta skiptið, en klárlega þarf að taka prófmál um það, hvort og þá hver beri ábyrgð á þessu bæði fjárhagslegu tapi og kostnaði við auka gistingu.

Staðan varðandi þessa grísku ferju er einnig nokkuð flókin, en eins og ég hef sagt áður er þetta far spennandi kostur, fyrst og fremst vegna þess hversu mikil flutningsgetan er miðað við núverandi ferju og fyrir huguðu nýsmíði og ég hefði gjarnan viljað sjá á þetta reynt. Ég hef ekki trú á því að ef smíðuð verði ný ferja sérstaklega hönnuð fyrir Landeyjahöfn, sem reynist síðan ekki standast þær væntingar um frátafir og annað sem lagt er með upp í upphafi, að hægt verði að heimta nýja stærri ferju eða eitthvað annað slíkt, efir á að hyggja. Það verður að hafa það í huga að samgöngur við Eyjamenn í dag kosta ríkið 1 milljarð á hverju ári og það þrátt fyrir að það sem við borgum fyrir ferðina sé allt of hátt.

Að lokum þetta:

Það er þrennt sem mig langar að setja hérna fram að lokum,í fyrsta lagi hvet ég áhugahópinn um bættar samgöngur sem er að vinna að því að fá þessa grísku ferju til dáða, það er einfaldlega ekki hægt að gefast upp, það er einfaldleg allt of mikið í húfi.

Í öðru lagi langar mig að skora á strákana í Ægisdyrum, að hefja nú baráttuna upp á nýtt, við vitum öll að það er augljóst að við erum ekki að fá göng alveg á næstu árum, og ég hef nú spáð því að ég muni ekki lifa það að sjá gögn milli lands og Eyja, en auðvitað væri göng eina varanlega lausnin á öllum þessu samgöngu vandamálum. Ég veit reyndar að þeir félagarnir voru komnir ansi langt með málið og urðu fyrir miklum vonbrigðum með það, að þegar á reyndi, þá voru bæði þingmenn og bæjarfulltrúar fljótir að snúa við þeim bakinu. Ég hef einnig heyrt að mörgum eyjamönnum hugnast ekki göng vegna jarðskjálfta og eldgosa hættu, sem og hversu langt er hérna á milli, en ég spyr: Hvar er ekki jarðskjálfta og eldgosa hætta, og ef ég man rétt, þá minnir mig að ég hafi einhvern tímann heyrt að lengstu göng í heiminum væru um 600 km og því okkar 18 km alls ekki svo stórt í því samhengi.

Í þriðja lagi: Ég sá að enn einu sinni er hafin undirskriftar söfnun sem tengd er samgöngumálum okkar, en þær eru orðnar nokkrar á síðust árum, en mig langar að skora á eyja miðlana að setja af stað einfalda kosningu, þar sem eyjamenn geta kosið um sín samgöngumál. Að sjálfsögðu yrði kosningin leynileg, en fólk yrði nú að sjálfsögðu að gefa upp kennitölu, en ég sæi fyrir mér 3 spurningar, einhvern veginn svona:

Í fyrsta lagi, ert þú sammála því að það eigi að hafa forgang að smíða nýja ferju sem hentar sérstaklega í Landeyjahöfn.

Í öðru lagi, vilt þú að ný ferja verði stærri og gangmeiri heldur en núverandi ferja (eins og t.d. gríska ferjan).

Í þriðja lagi, vilt þú að öll samgöngu vandamál eyjamanna verði leyst endanlega með göngum?

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...