Fréttatilkynning:

Kiwanis gefur Hraunbúðum þrekhjól

6.Desember'14 | 10:19

Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur ákveðið að kaupa líkamsræktarhjól fyrir Hraunbúðir, er það gert vegna álags á þau hjól sem eru á staðnum og hefur myndast biðröð við þau vegna ánægju með líkamsræktartímana og eikur lífsgæði heimilismanna. Er það okkur Kiwanismönnum mikil ánægja að geta hjálpað til við þetta verkefni eins og svo mörg önnur í okkar bæjarfélagi.

Kiwanisklúbburinn Helgafell vill einnig minna á að um næstu helgi verður hin árlega sala á Jólasælgæti og vonum við að við fáum eins góðar mótttökur og mörg undanfarin ár. Gengið verður í hús á föstudag, laugardag og sunnudag. Einning vill Kiwanis minna fólk á að hafa peninga, því miður erum við ekki það tæknivæddir ennþá, að geta tekið við greiðslu rafrænt. 

Meðfylgjandi mynd var tekin á Hraunbúðum þegar tilkynnt var um þessa gjöf. Á myndinni eru Ragnar Ragnarsson fráfarandi forseti, Kolbrún Kristjánsdótti og Jóhann Ólafur Guðmundsson forseti Kiwanisklúbbsins Helgafellls.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...